Hoppa yfir valmynd
8. október 1999 Matvælaráðuneytið

Nr. 07/1999

    Fréttatilkynning nr. 07/1999





    Opinber heimsókn landbúnaðarráðherra Noregs
    Kåre Gjönnes og frú Inger Gjönnes dagana 8. - 11. ágúst 1999



    Dagana 8. - 11. ágúst nk. verður hér á landi norski landbúnaðarráðherrann Kåre Gjönnes ásamt eiginkonu sinni Inger Gjönnes í boði landbúnaðarráðherra. Í fylgdarliði ráðherra verða ráðuneytisstjóri og starfsmenn norska landbúnaðarráðuneytisins.
    Fyrir hádegi mánudaginn 9. ágúst munu ráðherrarnir hittast á fundi ásamt fulltrúum ráðuneytanna til að ræða mál er varða viðskipti með landbúnaðarvörur milli landanna og væntanlega samningaviðræður um málefni Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar.
    Að loknum fundi verður farið í Alþingishúsið og síðan heimsóttar stofnanir landbúnaðrins, Rannsóknastofnun landbúnaðarins og Tilraunastöð Skógræktar ríksisins á Mógilsá.
    Þá mun ráðherrahjónunum og fylgdarliði verða sýndir Bessastaðir, Stofnun Árna Magnússonar, og Norræna húsið.
    Þriðjudaginn 10. ágúst verður farið í skoðunarferð um Suðurland. Komið verður við í Garðyrkjuskólanum á Reykjum í Ölfusi, Skálholti, í Landgræðslu ríkisins í Gunnarsholti, á Hrafnkelsstöðum og stoppað hjá Gullfossi og Geysi.
    Ráðherrahjónin og fylgdarlið halda svo af landi brott snemma að morgni miðvikudagsins 11. ágúst.



    Landbúnaðarráðuneytinu,
    06. ágúst 1999

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta