Hoppa yfir valmynd
8. október 1999 Matvælaráðuneytið

Nr. 08/1998

Fréttatilkynning nr. 08/1998 frá landbúnaðarráðuneytinu




Nefnd um endurskoðun ákvæða er varða jarðir



Landbúnaðarráðherra hefur skipað nefnd til að endurskoða lagaákvæði sem snerta jarðir. Hlutverk nefndarinnar er að athuga sérstaklega eftirfarandi atriði:

Kaupskyldu jarðeiganda á framkvæmdum og umbótum leiguliða; rétt leiguliða til framkvæmda á ábúðarjörð sinni; mat á framkvæmdum fráfarandi ábúanda; ákvæði ábúðarlaga um erfðaábúð; skipan og hlutverk jarðanefnda í sýslum landsins; stofnun lögbýla; lagaákvæði um óðalsjarðir og lög um jarðasjóð ríkisins.

Telji nefndin ástæðu til að taka til umfjöllunar fleiri atriði en að ofan eru nefnd, er jafnframt óskað eftir tillögum nefndarinnar að lagabreytingum um það atriði, þyki ástæða til.

Formaður nefndarinnar er Jón Höskuldsson, skrifstofustjóri í landbúnaðarráðuneytinu. Aðrir í nefndinni eru:
Jón Kristjánsson, alþingismaður, Sturla Böðvarsson, alþingismaður, Gunnar Sæmundsson, bóndi í Hrútatungu og Sigurgeir Þorgeirsson, framkvæmdasjóri Bændasamtaka Íslands.


Í landbúnaðarráðuneytinu 28. maí 1998

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta