Nr. 08/1999
Fréttatilkynning frá landbúnaðarráðuneytinu nr. 08/1999
Blaðamannafundur
vegna
markaðsátaks fyrir íslenska hestinn
vegna
markaðsátaks fyrir íslenska hestinn
Á heimsmeistaramóti íslenska hestsins í Þýskalandi nú í sumar náðu Íslendingar mjög góðum árangri. Þeir unnu fimm heimsmeistaratitla og fengu auk þess silfur- og bronsverðlaun. Þá var áberandi hversu hross sem fædd eru á Íslandi skipuðu stóran sess í liðum annarra þjóða.
Á tímum samdráttar í útflutningi hrossa er nauðsynlegt að minna á glæstan árangur og því hafa stofnanir, félög og fyrirtæki ákveðið að leggja í það stórvirki að gefa Eiðfaxa international út í 40 þúsund eintökum og senda helst öllum eigendum íslenskra hesta í heiminum.
Í tilefni af þessu átaki og ýmsu öðru sem unnið er að í hestamennsku hér á landi hefur landbúnaðarráðuneytið ákveðið að boða til blaðamannafundar í Borgartúni 6, kl. 16:00, þriðjudaginn 21. september 1999.
Landbúnaðarráðuneytinu,
20. september 1999
20. september 1999