Nr. 13/1998
Fréttatilkynning nr. 13/l998
Landbúnaðarráðherra boðar til blaða- og fréttamannafundar, sem haldinn verður kl. 12.00 þriðjudaginn 13. október í Borgartúni 6, 4. hæð.
Kynnt verður skýrsla, "Úttekt á lífskjörum bænda í hefðbundnum landbúnaði 1989-1996, ásamt tillögum um opinberan stuðning og félagslegar aðgerðir."
Skýrslan var unnin af nefnd sem landbúnaðarráðherra skipaði í samráði við forsætisráðherra, félagsmálaráðherra og Bændasamtök Íslands.
Helstu þættir sem fjallað er um í skýrslunni eru:
- Ytra og innra starfsumhverfi landbúnaðarins;
- ítarleg úttekt á afkomu bænda 1989 - 1996;
- samanburður á launum bænda og viðmiðunarstétta;
- tillögur um breytingar á opinberum stuðningi og;
- tillögur um almennar og félagslegar aðgerðir.
Landbúnaðarráðherra ásamt nefndarmönnum munu kynna skýrsluna og sitja fyrir svörum.
Landbúnaðarráðuneytinu, 12. október 1998