Nr. 21/1998
Fréttatilkynning frá landbúnaðarráðuneytinu nr. 21/1998
Staða skólastjóra Garðyrkjuskóla ríkisins
Landbúnaðarráðherra hefur skipað dr. Svein Aðalsteinsson, plöntulífeðlisfræðing, í stöðu skólastjóra Garðyrkjuskóla ríkisins að Reykjum frá 1. janúar 1999. Skipað er í stöðuna til fimm ára.
Dr. Sveinn Aðalsteinsson er fæddur í Hveragerði 2. ágúst 1960. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Sund 1979 og B.Sc. prófi í líffræði frá Háskóla Íslands árið 1983 og kennsluréttindanámi frá Háskóla Íslands 1984. Lauk doktorsprófi frá plöntulífeðlisfræðideild Háskólans í Lundi 1990.
Dr. Sveinn var skipaður aðstoðarprófessor frá 1991 við Garðyrkjuvísindastofnun sænska landbúnaðarháskólans í Alnarp (SLU), aðstoðardeildarstjóri rótar- og rótarbeðsefnadeildar Garðyrkjuvísindastofnunar SLU í Alnarp. Varði dósent-titil í garðyrkjuvísindum við SLU í apríl 1997. Starfaði sem fagdeildarstjóri við Garðyrkjuskóla ríkisins að Reykjum frá 1. ágúst 1997 til 1. janúar 1998 og sem tilraunastjóri við skólann frá 1. janúar 1998.
Dr. Sveinn er kvæntur Helgu Pálmadóttur og eiga þau tvö börn.
Níu umsækjendur voru um stöðuna og mælti skólastjórn Garðyrkjuskólans einróma með dr. Sveini Aðalsteinssyni.
Í landbúnaðarráðuneytinu, 10. desember 1998