Umhverfisráðherra hittir nýjan umhverfisstjóra ESB
Siv Friðleifsdóttir umhverfisráðherra hittir nýjan framkvæmdastjóra umhverfismála hjá Evrópusambandinu, Margot Wallström, að máli á morgun, þriðjudag 12. okt. kl. 7:45. Wallström tók við starfi framkvæmdastjóra af Ritt Bjerregaard þegar ný framkvæmdastjórn undir stjórn Romanos Prodis tók við störfum. Meðal þess sem umhverfisráðherra ræðir um við Wallström eru áherslur íslenskra stjórnvalda á sviði umhverfismála og niðurstöður ráðstefnu sem íslensk stjórnvöld héldu um umhverfisþátt hinnar svokölluðu norðlægu víddar innan ESB í dag, mánudag 11. okt.
Í ræðu sinni á ráðstefnunni í dag sagði Siv Friðleifsdóttir að umhverfisvandamál á nyrstu svæðum Evrópu yrðu aðeins leyst með víðtæku alþjóðlegu samstarfi. Ákvörðun ráðherraráðs ESB í maí á þessu ári um áætlun ESB um norðlægu víddina og ályktun Evrópuþingsins um sama efni væru gott innlegg í slíkt samstarf. Áætlun ESB um norðlægu víddina hefði haft áhrif á áætlun Íslands um formennsku í Norrænu ráðherranefndinni, sem bæri yfirskriftina "Fólk og haf í norðri". Sá vandi sem fælist í vaxandi mengun hafsins væri stundum vanmetinn og hafsvæðin nyrst í Evrópu væru sérstaklega viðkvæm fyrir mengun og krefðust því sérstakrar aðgæslu. Það alþjóðlega starf sem unnið hefði verið í umhverfisvernd á norðurslóðum hefði til þessa einkum beinst að rannsóknum, upplýsingasöfnun og gerð framkvæmdaáætlana. Nú væri kominn tími til þess að hrinda þessum áætlunum í framkvæmd. Slíkt kostaði verulega vinnu og fé, en það væri fjárfesting í lífsgæðum til framtíðar.
Í ræðu sinni á ráðstefnunni í dag sagði Siv Friðleifsdóttir að umhverfisvandamál á nyrstu svæðum Evrópu yrðu aðeins leyst með víðtæku alþjóðlegu samstarfi. Ákvörðun ráðherraráðs ESB í maí á þessu ári um áætlun ESB um norðlægu víddina og ályktun Evrópuþingsins um sama efni væru gott innlegg í slíkt samstarf. Áætlun ESB um norðlægu víddina hefði haft áhrif á áætlun Íslands um formennsku í Norrænu ráðherranefndinni, sem bæri yfirskriftina "Fólk og haf í norðri". Sá vandi sem fælist í vaxandi mengun hafsins væri stundum vanmetinn og hafsvæðin nyrst í Evrópu væru sérstaklega viðkvæm fyrir mengun og krefðust því sérstakrar aðgæslu. Það alþjóðlega starf sem unnið hefði verið í umhverfisvernd á norðurslóðum hefði til þessa einkum beinst að rannsóknum, upplýsingasöfnun og gerð framkvæmdaáætlana. Nú væri kominn tími til þess að hrinda þessum áætlunum í framkvæmd. Slíkt kostaði verulega vinnu og fé, en það væri fjárfesting í lífsgæðum til framtíðar.
Fréttatilkynning nr. 21/1999
Umhverfisráðuneytið