Hoppa yfir valmynd
21. október 1999 Utanríkisráðuneytið

Nr. 092, 21. október 1999 Varafastafulltrúi Íslands hjá Evrópuráðinu viðstaddur réttarhöld yfir Abdullah Öcalan í áfrýjunarrétti

FRÉTTATILKYNNING

frá utanríkisráðuneytinu

________




Nr. 092


Varafastafulltrúi Íslands hjá Evrópuráðinu, dr. Magnús K. Hannesson, var í dag viðstaddur réttarhöld yfir Abdullah Öcalan í áfrýjunarrétti Tyrklands í Ankara. Að loknum málflutningi var málið dómtekið. Ísland sem nú gegnir formennsku í ráðherranefnd Evrópuráðsins hefur fylgst með þessu máli eins og áður hefur verið greint frá, sbr. fréttatilkynningu ráðuneytisins nr. 51, 4. júní 1999.
Fulltrúar frá þingmannasamkomu Evrópuráðsins voru einnig viðstaddir réttarhöldin í áfrýjunarréttinum í dag.



Utanríkisráðuneytið
Reykjavík, 21. október 1999.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta