Hoppa yfir valmynd
26. október 1999 Utanríkisráðuneytið

Nr. 094, 26. október 1999.Opinber heimsókn Sergei Katanandov, formanns ríkisstjórnar rússneska Karelíulýðveldisins

FRÉTTATILKYNNING

frá utanríkisráðuneytinu

________




Nr. 94


Sergei Katanandov, formaður ríkisstjórnar rússneska Karelíulýðveldisins, kemur í opinbera heimsókn til Íslands dagana 26.-29. október næstkomandi í boði Halldórs Ásgrímssonar, utanríkisráðherra.

Á meðan á dvölinni stendur mun formaður ríkisstjórnar Karelíulýðveldisins eiga viðræður við Halldór Ásgrímsson, utanríkisráðherra og Árna M. Mathiesen, sjávarútvegsráðherra um samskipti Íslands og Karelíu með áherslu á að efla samskipti og viðskiptatengsl.

Sergei Katanandov mun jafnframt ferðast til Akureyrar og Dalvíkur og eiga fundi með forráðamönnum íslenskra fyrirtækja. Hann mun meðal annars heimsækja Byko hf. í Kópavogi, Snæfell hf. á Dalvík, Marel hf. í Reykjavík og Fiskafurðir hf. á Seltjarnarnesi. Í Dalvíkurhöfn mun hann kynna sér útgerð og vinnslu um borð í frystitogaranum Björgvin.



Utanríkisráðuneytið
Reykjavík, 26. október 1999.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta