Hoppa yfir valmynd
10. nóvember 1999 Utanríkisráðuneytið

Nr. 106, 10. nóvember 1999Framsaga Halldórs Ásgrímssonar um utanríkismál á 51. þingi Norðurlandaráðs í Stokkhólmi.

FRÉTTATILKYNNING

frá utanríkisráðuneytinu

________




Nr. 106


Halldór Ásgrímsson, utanríkisráðherra, hélt í dag framsögu um utanríkismál fyrir hönd norrænu utanríkisráðherranna á 51. þingi Norðurlandaráðs í Stokkhólmi. Í ræðunni fjallaði hann um þau utanríkismál sem ofarlega eru á baugi og málaflokka sem Norðurlöndin hafa unnið að á árinu. Lagði hann sérstaka áherslu á málefni er tengjast Evrópuráðinu, ÖSE, ESB, Eystrasaltsráðinu og Barentsráði, en svo sem kunnugt er fóru Norðurlönd með formennsku þessara fimm stofnana á árinu.

Norrænu utanríkisráðherrarnir hittust einnig í dag á fundi þar sem þeir fjölluðu sérstaklega um breytingar á öryggisstefnu ESB, en jafnframt um alvarlegt ástand Tjetsníu.

Í gær stýrði utanríkisráðherra fundi norrænu utanríkisviðskiptaráðherranna en Ísland fer sem kunnugt er með formennsku í Norðurlandasamstarfinu á þessu ári. Á þeim fundi var aðallega rætt um komandi samningafund í Alþjóðaviðskiptastofnuninni, en einnig bar önnur málefni svo sem Schengen og EES-samstarfið á góma.



Utanríkisráðuneytið
Reykjavík, 10. nóvember 1999.


Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta