Hoppa yfir valmynd
3. desember 1999 Utanríkisráðuneytið

Nr. 117, 3. desember 1999Ársskýrsla OECD um Ísland 1999

FRÉTTATILKYNNING

frá utanríkisráðuneytinu

________


Nr. 117


Ársskýrsla Efnahags- og framfarastofnunarinnar, OECD, um efnahagsmál á Íslandi kemur út í dag.

Í niðurstöðukafla skýrslunnar kemur fram að hagvöxtur hér á landi sé nú meiri en framleiðslugeta hagkerfisins leyfir og merki ofþenslu megi sjá víða. Atvinnuleysi er lítið, launahækkanir miklar og viðskiptahalli hár. Búist er við að heldur dragi úr hagvexti á næsta ári. Áfram mun þó gæta ofþenslu og óvissa ríkir vegna kjarasamninga sem gerðir verða á árinu.

Í skýrslunni er bent á að aðhald í ríkisfjármálum og peningamálum sé afar mikilvægt. Sérfræðingar OECD telja að stjórnvöld ættu að athuga annað viðmið í peningamálastefnu en fast gengi. Þeir leggja sérstaklega til að stjórnvöld kanni þann möguleika að nota verðbólgumarkmið sem viðmið peningastefnu og leyfa meiri sveigjanleika í skráningu á gengi. Einnig hvetja þeir til meira aðhalds í ríkisfjármálum, ekki aðeins til skamms tíma, heldur einnig til lengri tíma litið.

Í skýrslunni er sérstök úttekt á horfum til framtíðar vegna hækkandi meðalaldurs þjóðarinnar. Þegar á heildina er litið er staða Íslands góð og mun betri en meðal annarra aðildarríkja að mati sérfræðinga OECD þar sem hækkandi meðalaldur kemur til með að hafa takmörkuð áhrif á efnahag þjóðarinnar. Eftir því sem réttindi sjóðfélaga í lífeyrisjóðum aukast mun æ stærri hluti lífeyrisgreiðslna koma frá lífeyrissjóðum og álag á ríkissjóð vegna þessara greiðslna mun ekki aukast til muna. Þó eru nokkur atriði sem þarfnast skoðunar eins og kostnaður við þjónustu hins opinbera við aldraða. Einnig þarf að gæta þess að heimildir til séreignasparnaðar veiki ekki fjárhagsstöðu lífeyrissjóðanna.

Lausleg þýðing Þjóðhagsstofnunar á helstu niðurstöðum skýrslunnar fylgir hér með.







Utanríkisráðuneytið
Reykjavík, 2. desember 1999.


Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta