Hoppa yfir valmynd
9. desember 1999 Utanríkisráðuneytið

Nr. 121, 9. desember 1999 Viðdvöl utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Madeleine Albright, á Íslandi

FRÉTTATILKYNNING

frá utanríkisráðuneytinu

________




Nr. 121


Madeleine Albright utanríkisráðherra Bandaríkjanna kemur til Íslands í dag, fimmtudaginn 9. desember 1999, til viðræðna við Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra.

Á fundi ráðherranna í kvöld munu þeir ræða samskipti Íslands og Bandaríkjanna, þar á meðal framkvæmd varnarsamnings Íslands og Bandaríkjanna og hvernig minnst verði fimmtíu ára afmælis samningsins árið 2001.

Ráðherrarnir munu ennfremur ræða Evrópusamstarf í öryggis- og varnarmálum í ljósi komandi leiðtogafundar Evrópusambandsins í Helsinki 10.-11. desember og haustfundar utanríkisráðherra Atlantshafsbandalagsins í Brussel 15.-16. desember næstkomandi.

Ófriðarástandið í Tjétsníu verður einnig til umræðu og málefni Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar (WTO) í ljósi nýafstaðins fundar stofnunarinnar í Seattle. Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra mun meðal annars gera utanríkisráðherra Bandaríkjanna grein fyrir áherslum Íslands á vettvangi stofnunarinnar, ekki síst varðandi ríkisstyrki í sjávarútvegi.

Utanríkisráðherra Bandaríkjanna kemur til Íslands um kl. 19:30 eftir ferðalag um Mið-Austurlönd og mun Madeleine Albright gera utanríkisráðherra Íslands grein fyrir stöðu mála þar og friðarhorfum.

Athygli er vakin á því að boðað er til sameiginlegs blaðamannafundar utanríkisráðherranna í Flugstöð Leifs Eiríkssonar u.þ.b. kl. 20:30 í kvöld.



Utanríkisráðuneytið
Reykjavík, 9. desember 1999.




Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta