Hoppa yfir valmynd
16. desember 1999 Utanríkisráðuneytið

Nr. 126, 16. desember 1999. Haustfundur Evró-Atlantshafsráðsins í Brussel 16. desember 1999.

FRÉTTATILKYNNING

frá utanríkisráðuneytinu

________




Nr. 126


Haustfundur Evró-Atlantshafsráðsins, þar sem koma saman 19 utanríkisráðherrar Atlantshafsbandalagsríkjanna og 26 samstarfsríkja, var haldinn í Brussel í dag, 16. desember 1999. Halldór Ásgrímsson, utanríkisráðherra sótti fundinn fyrir Íslands hönd. Á fundinum var Írland, sem nýlega gerðist aðili að ráðinu, boðið sérstaklega velkomið.

Í kjölfar ávarps Dr. Bernhards Kouchner, sérstaks fulltrúa Sameinuðu þjóðanna í Kosovo, þar sem hvatt var til enn frekara framlags af hálfu aðildar- og samstarfsríkja til uppbyggingarstarfsins í héraðinu, lýstu ráðherrarnir ánægju með þann árangur sem náðst hefur í samstarfi þjóðanna 45 í Kosovo. Á annan tug friðargæsluliða samstarfsríkjanna hafa starfað innan alþjóðlegra öryggissveita Atlantshafsbandalagsins þar. Lýstu ráðherrarnir vilja til að auka enn frekar samstarfið á þessu sviði og hyggjast samstarfsríkin efla liðsafla og búnaði til þátttöku bæði í friðargæsluaðgerðum á vegum Atlantshafsbandalagsins og innan samstarfs í þágu friðar.

Einnig var rætt um ástandið í Tjétsníu og lýstu margir ráðherrar samstarfsríkjanna, sem mörg hver eru nágrannaríki Rússlands, miklum áhyggjum yfir að óstöðugleiki gæti breiðst út til nærliggjandi svæða, bæði Kákásus-lýðveldanna og ríkja Mið-Asíu.

Almennt lýstu ráðherrarnir ánægju með samstarfið á síðasta ári með þeim ásetningi að gera samstarfið skilvirkara en áður og bæta árangur núverandi framkvæmdaáætlana fyrir samstarfsþjóðir.

Hjálagt sendist yfirlýsing fundarins en til frekari upplýsinga er bent á heimasíðu bandlagsins á Internetinu sem er www.nato.int




- SCAN1278.TIF







Utanríkisráðuneytið
Reykjavík, 16. desember 1999.


Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta