Blaðamannafundur í Ráðherrabústaðnum v/Tjarnargötu 9. desember 1999, kl. 14:00
Forsætisráðherra, landbúnaðarráðherra, menntamálaráðherra og samgönguráðherra boða til blaðamannafundar í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu fimmtudaginn 9. desember kl. 14:00.
Á fundinum verður undirritaður og kynntur samningur landbúnaðarráðherra við Félag hrossabænda, Landssamband hestamannafélaga, Félag Tamningamanna og Bændasamtök Íslands um átaksverkefni um gæðastefnu í ræktun, tamningu, þjálfun, sölu, kynningu og notkun íslenska hestsins.
Einnig verður undirritaður og kynntur samningur forsætisráðuneytis, landbúnaðarráðuneytis, menntamálaráðuneytis, samgönguráðaneytis og Sveitarfélagsins Skagafjarðar um sérstakt byggðatengt átaksverkefni - tilraunaverkefni í Skagafirði til gæðastýringar og eflingar fagmennsku í hrossarækt, hestamennsku, hestaíþróttum og hestatengdri ferðaþjónustu.
Fréttatilkynning frá landbúnaðarráðuneytinu nr. 13/1999<