Hoppa yfir valmynd
21. desember 1999 Utanríkisráðuneytið

Nr. 094, 21. september 2000 Fundur utanríkisráðherra með varnarmálaráðherra aðildarríkja Evrópusambandsins og varnarmálaráðherrum evrópskra aðildarríkja Atlantshafsbandal. utan ESB og umsóknarríkja E

FRÉTTATILKYNNING
frá utanríkisráðuneytinu



Nr.094


Halldór Ásgrímsson, utanríkisráðherra, sat í dag fundi varnarmálaráðherra aðildarríkja Evrópusambandsins með varnarmálaráðherrum evrópskra aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins utan ESB (15+6) og umsóknarríkja ESB (15+15)

Á fundinum var fjallað um framkvæmd svonefnds meginmarkmiðs ESB (Headline Goal), sem er áfrom um stofnun 50-60 þúsund manna herafla til hættuástandsstjórnar, og fyrirhuguð framlög ofangreindra Evrópuríkja utan ESB til þess.

Utanríkisráðherra lýsti skilningi á viðleitni ESB til mótunar og framkvæmdar sameiginlegrar evrópskrar öryggis- og varnarmálastefnu, þ.m.t. meginmarkmiðinu, og sagði íslensk stjórnvöld reiðubúin til að leggja af mörkum borgaralegt framlag sem væri samrýmanlegt og gæti gagnast hernaðarlegri hættuástandsstjórnum. Í því sambandi gerði hann grein fyrir niðurstöðum starfshóps um friðargæslu og nefndi að stefnt væri að því að 25 Íslendingar gætu fyrst um sinn tekið þátt í aðgerðum, m.a. á vegum ESB, en sá fjöldi gæti síðar orðið allt að 50 manns.


Utanríkisráðuneytið
Reykjavík, 21. nóvember 2000

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta