Hoppa yfir valmynd
5. janúar 2000 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Lagning vegar yfir Vatnaheiði á Snæfellsnesi.


Náttúruverndarsamtök Íslands hafa sent til fjölmiðla og fleiri aðila ályktun þar sem gagnrýndur er úrskurður umhverfisráðherra um að heimila lagningu vegar yfir Vatnaheiði á Snæfellsnesi, í kjölfar mats á umhverfisáhrifum. Telja samtökin niðurstöðuna í andstöðu við úrskurð skipulagsstjóra ríkisins og allra helstu umsagnaraðila um málið þ.á m. Náttúruverndar ríkisins.
Hér er hallað réttu máli og vísvitandi farið með rangfærslur.

Í úrskurði ráðuneytisins er staðfestur úrskurður skipulagsstjóra ríkisins sem Náttúruverndarsamtök Íslands kærðu til ráðuneytisins en jafnframt eru sett frekari skilyrði en fram komu í úrskurði skipulagsstjóra.

Þau viðbótarskilyrði sem ráðuneytið setur fyrir lagningu vegar um Vatnaheiði eru annars vegar að Kerlingaskarðsvegurinn verði afmáður og þannig leitast við að koma því svæði sem mest í upprunalegt horf og hins vegar að dregið verði úr efnistöku á svæði, sem er á náttúruminjaskrá. Þannig kemur ráðuneytið til móts við náttúruverndarsjónarmið.

Þær mótvægisaðgerðir sem ráðuneytið setur sem skilyrði fyrir lagningu vegar um Vatnaheiði munu leiða til þess að á Kerlingaskarðsleið mun endurheimtast lítt snortið svæði sem jafnframt er kjörið til útivistar og fallegt þótt á annan hátt sé en á Vatnaheiði. Rétt er að benda á að þegar liggur háspennulína um Vatnaheiði ásamt vegslóða.

Náttúruverndarsamtök Íslands geta haft jákvæð áhrif á framvindu náttúruverndarmála hér á landi með því að taka þátt í umræðu um umhverfismál á málefnalegan hátt. Þau vinnubrögð sem samtökin sýna í þessu máli eru því miður hins vegar ekki til þess fallin.

Fréttatilkynning nr. 1/2000
Umhverfisráðuneytið

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta