Hoppa yfir valmynd
11. janúar 2000 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Nefnd um val á bókasafnskerfi

    Til bæjar- og sveitarstjóra, bókasafna í framhaldsskólum og háskóla- og rannsóknarbókasafna,


Nefnd um val á bókasafnskerfi

    Nefnd um val á bókasafnskerfi sem hentað gæti fyrir öll bókasöfn landsins hefur nú kynnt drög að útboðslýsingu fyrir kerfið. Er gert ráð fyrir að útboð fyrir nýtt bókasafnskerfi verði opnað á Evrópska efnahagssvæðinu í desember og að vali á kerfinu verði lokið í maí nk. Má ætla að fyrstu bókasöfnin muni geta tekið nýtt kerfi í notkun á fyrrihluta árs 2001. Útboðslýsinguna ásamt kynningu á henni er að finna á vef menntamálaráðuneytisins (mrn.stjr.is) undir titlinum "dreifibréf".

    Stefnt er að því að í útboðslýsingu verði tekið fram að öll bókasöfn í landinu muni taka kerfið upp. Áður en gengið verður endanlega frá útboðslýsingu er því mikilvægt að fram komi hvort bókasöfn sjái einhverja meinbugi á að taka þátt í nýju kerfi. Að ekki séu gerðar athugasemdir felur einungis í sér almenna viljayfirlýsingu um þátttöku, en ekki skuldbindingu um greiðslu tiltekins hluta kostnaðar við kerfið. Þegar vali á nýju kerfi er lokið og raunhæf áætlun um kostnað við kaup og rekstur kerfisins liggur fyrir mun menntamálaráðuneytið hafa forgöngu um að samið verði um rekstrarfyrirkomulag og kostnaðarskiptingu.

    Athugasemdir við útboðslýsingu eða það fyrirkomulag sem að ofan er lýst óskast sendar ráðuneytinu hið fyrsta.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta