Hoppa yfir valmynd
11. janúar 2000 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Undirritun samnings um rannsóknir á hreindýrastofninum hér á landi


Í dag undirrituðu umhverfisráðherra, Veiðistjóri og Náttúrustofa Austurlands samning um rannsóknir á hreindýrastofninum hér á landi. Með samningnum tekur Náttúrustofa Austurlands að sér að stunda hagnýtar rannsóknir á hreindýrum fyrir hönd Veiðistjóraembættisins og að veita ráðgjöf til embættisins og Hreindýraráðs um hreindýraveiðar og veiðistjórnun. Samningurinn felur m.a. í sér að náttúrustofan mun afla nauðsynlegra upplýsinga um stærð hreindýrastofnsins, dreifingu hreindýra og veiðþol stofnsins ásamt því að vinna með Veiðistjóra tillögur fyrir Hreindýraráð og ráðuneytið um veiðikvóta og skiptingu veiðiheimilda úr hreindýrastofninum eftir veiðisvæðum.

Samningurinn mun styrkja rekstur og starfsemi Náttúrustofunnar á Austurlandi og gera henni kleift að ráða starfsmann til rannsóknanna. Um leið skapast grundvöllur til þess að koma rannsóknum á hreindýrum í fastari skorður. Á fjárlögum ársins 2000 er veitt úr ríkissjóði þremur milljónum króna til þessara rannsókna og er vonast til þess að rekstur náttúrustofunnar styrkist auk þess sem traustari grunndvöllur skapast til frekari uppbyggingar og aukinna rannsókna á náttúru Austfjarða.

Eftir sem áður verður starfssemi Hreindýraráðs á Egilsstöðum. Hlutverk þess er m.a. að sjá um úthlutun veiðileyfa og hafa eftirlit með hreindýraveiðum.

Nánari upplýsingar veita:
Guðrún Jónsdóttir, forstöðumaður Náttúrustofu Austurlands s: 854 6974
Áki Ármann Jónsson, Veiðistjóri s: 462 2820

 

 

Fréttatilkynning nr. 3/2000
Umhverfisráðuneytið




 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta