Nr. 001, 18. janúar 2000 Undirritun tvísköttunarsamnings milli Íslands og Tékklands
FRÉTTATILKYNNING
frá utanríkisráðuneytinu
________
Nr. 001
Í dag undirrituðu sendiherrar Íslands og Tékklands í Ósló, Kristinn F. Árnason og Petr Kypr, tvísköttunarsamning milli landanna. Samningurinn kveður á um skiptingu skattlagningar á tekjur milli landanna og aðferðir til að koma í veg fyrir tvísköttun. Með samningnum er enn fremur leitast við að koma í veg fyrir undanskot frá skattlagningu á tekjur.
Utanríkisráðuneytið
Reykjavík, 18. janúar 2000.