Skipun stjórnar Byggðastofnunar
Iðnaðar- og viðskiptaráðuneyti
Nr. 2/2000
Í samræmi við lög um Byggðastofnun nr. 106/1999 hefur iðnaðarráðherra skipað sjö menn í stjórn Byggðastofnunar og sjö til vara frá og með deginum í dag. Eitt af meginverkefnum hinnar nýju stjórnar verður að móta starfsemi Byggðastofnunar í samræmi við lög sem Alþingi samþykkti um starfsemi hennar skömmu fyrir jól. Hin nýskipaða stjórn mun sitja fram að næsta aðalfundi sem verður haldinn fyrir 1. júlí nk.
Í stjórninni sitja:
Kristinn H Gunnarsson, alþingismaður, Bolungarvík, formaður.
Arnbjörg Sveinsdóttir, alþingismaður, Seyðisfirði.
Einar K. Guðfinnsson, alþingismaður, Bolungarvík.
Guðjón Guðmundsson, alþingismaður, Akranesi, varaformaður.
Gunnlaugur Stefánsson, sóknarprestur, Heydölum.
Karl V. Matthíasson, sóknarprestur, Grundarfirði.
Orri Hlöðversson, framkvæmdastjóri, Sauðárkróki.
Varamenn:
Anna Kristín Gunnarsdóttir, skipulagsstjóri, Sauðárkróki.
Drífa Hjartardóttir, alþingismaður, Keldum.
Elísabet Benediktsdóttir, afgreiðslustjóri Sparisjóðs Norðfjarðar, Reyðarfirði.
Kristján Pálsson, alþingismaður, Reykjanesbæ.
Svanhildur Árnadóttir, bæjarfulltrúi, Dalvík.
Ólafía Ingólfsdóttir, bóndi og skrifstofumaður, Vorsabæ 2.
Örlygur Hnefill Jónsson, lögmaður, Húsavík.
Reykjavík, 18. janúar 2000.