Hoppa yfir valmynd
31. janúar 2000 Utanríkisráðuneytið

Nr. 005, 31. janúar 2000. Samkomulag milli Íslands og Kína um tollalækkanir á sjávarafurðum

FRÉTTATILKYNNING

frá utanríkisráðuneytinu

________




Nr. 005


Fastanefnd Íslands hjá Alþjóðaviðskiptastofnuninni (WTO) í Genf, hefur nýverið gengið frá samkomulagi milli íslenskra og kínverskra stjórnvalda, sem felur í sér að Kínverjar lækka tolla á sjávarafurðum og öðrum iðnaðarvörum sem Ísland selur til Kína úr 25 - 30% niður í 10 - 15%. Tollalækkanirnar koma að fullu til framkvæmda á árunum 2001 - 2005 eftir vöruflokkum.
Samkomulagið er árangur samningaviðræðna milli íslenskra og kínverskra stjórnvalda sem átt hafa sér stað um nokkurt skeið í tengslum við umsókn Kína um aðild að Alþjóðaviðskiptastofnuninni og gengur í gildi þegar aðildin verður að veruleika, væntanlega um mitt þetta ár. Ekki er hægt að greina nánar frá efni samkomulagsins fyrr en Kína hefur lokið viðræðum við öll aðildarríki Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar.



Utanríkisráðuneytið
Reykjavík, 31. janúar 2000.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta