Nr. 013, 29. febrúar 2000. Fundur utanríkisráðherra Norðurlandanna í Kaupmannahöfn.
FRÉTTATILKYNNING
frá utanríkisráðuneytinu
________
Nr. 13
Fundur utanríkisráðherra Norðurlandanna var haldinn í Kaupmannahöfn í dag. Halldór Ásgrímsson, utanríkisráðherra, sat fundinn sem er sá fyrri af tveimur árlegum fundum ráðherranna.
Ráðherrarnir ræddu einkum ástand mála í Tsjetsjeníu og Rússlandi, evrópsk öryggis- og varnarmál, Eystrasaltssamstarfið, ástandið í Kosovo og stækkunarferli ESB. Utanríkisráðherra hafði framsögu um evrópsk öryggis- og varnarmál þar sem hann áréttaði mikilvægi þess að fundin yrði viðunandi lausn þessara mála fyrir Ísland og önnur aðildarríki Atlantshafsbandalagsins sem ekki eru aðilar að ESB.
Utanríkisráðuneytið
Reykjavík, 29. febrúar 2000.