Hoppa yfir valmynd
6. mars 2000 Matvælaráðuneytið

Nr. 03/2000

Fréttatilkynning frá landbúnaðarráðuneytinu nr. 3/2000




Nefnd skilar áliti
um hlutverk íslenskra hesta og hestamanna við opinberar móttökur



Hinn 10. nóvember 1999 skipaði landbúnaðarráðherra nefnd til þess að gera tillögur um hlutverk íslenskra hesta og hestamanna við opinberar móttökur í samræmi við ályktun Alþingis frá 10. mars l999.

Nefndin hefur lokið störfum og skilar áliti sínu í hendur forsætisráðherra og landbúnaðarráðherra að viðstöddu landsliði hestamanna sunnudaginn 5. mars n.k. við Hótel Sögu. Athöfnin hefst um kl. 16:15 að lokinni setningu Búnaðarþings og fer fram framan við anddyri Súlnasalar Hótel Sögu. Landslið hestamanna mun ríða fylktu liði að hótelinu og standa heiðursvörð á meðan athöfnin fer fram.




Í landbúnaðarráðuneytinu, 3. mars 2000



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta