Nr. 04/2000
Fréttatilkynning frá landbúnaðarráðuneytinu nr. 04/2000
Bændafundir um nýjan sauðfjársamning
Landbúnaðarráðuneytið og Bændasamtök Íslands hafa boðað til 20 bændafunda í öllum héruðum landsins til kynningar á nýgerðum sauðfjársamningi. Fyrsti fundurinn var í gær, sunnudaginn 19. mars, og síðustu fundirnir verða á Vestfjörðum 27. mars (sjá meðfylgjandi fundaáætlun).
Í kjölfar kynningarfundanna fer fram atkvæðagreiðsla um samninginn meðal sauðfjárbænda. Hún fer þannig fram þeir sem eru félagsmenn í Bændasamtökum Íslands og standa að búrekstri með a.m.k. 50 kindur á fóðrum, fá sendan í pósti atkvæðaseðil sem þeir síðan endursenda til Bændasamtaka Íslands þar sem atkvæði verða talin. Um er að ræða liðlega 2.500 manns. Gert er ráð fyrir að atkvæðagreiðslunni ljúki fyrir miðjan apríl n.k.
Í landbúnaðarráðuneytinu, 20. mars 2000