Hoppa yfir valmynd
12. apríl 2000 Utanríkisráðuneytið

Nr. 023, 12. apríl 2000. Tvíhliða samkomulag um samstarf í friðargæslu á Balkanskaga.

FRÉTTATILKYNNING

frá utanríkisráðuneytinu

________




Nr. 23


Sendiherra Íslands í London, Þorsteinn Pálsson undirritaði í dag tvíhliða samkomulag milli utanríkisráðuneytisins og breska varnarmálaráðuneytisins um samstarf í friðargæslu á Balkanskaga. Samkomulagid tekur við af fyrra samkomulagi um þátttöku í friðargæslu í Bosníu-Hersegóvínu sem gert var árið 1997. Nýja samkomulagið býður upp á mun meiri sveigjanleika en hið fyrra varðandi fjölda íslenskra friðargæsluliða, starfsgreinar og landssvæði en meðal annars er gert ráð fyrir samstarfi í Kosovo. Nú starfa tveir hjúkrunarfræðingar, þær Kristín Agnarsdóttir og Hildur S. Sigurðardóttir með bresku friðargæslusveitunum í SFOR í Bosníu.




Utanríkisráðuneytið
Reykjavík, 12. apríl 2000.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta