Nr. 024, 14. apríl 2000. Opinber heimsókn utanríkisráðherrahjóna til Tyrklands
FRÉTTATILKYNNING
frá utanríkisráðuneytinu
________
Nr. 24
Utanríkisráðherrahjónin Halldór Ásgrímsson og Sigurjóna Sigurðardóttir fara í opinbera heimsókn til Tyrklands 18.- 21. apríl næstkomandi í boði Ismail Cem, utanríkisráðherra Tyrklands.
Gagnkvæm samskipti Íslands og Tyrklands verða ofarlega á baugi í viðræðum utanríkisráðherranna auk svæðisbundinna og alþjóðlegra málefna. Ráðherrarnir munu jafnframt staðfesta samkomulag um nánara samráð á milli Íslands og Tyrklands á sviði utanríkismála í framtíðinni.
Halldór Ásgrímsson, utanríkisráðherra, mun ennfremur hitta að máli forseta Tyrklands, Süleyman Demirel og Bülent Ecevit, forsætisráðherra Tyrklands.
Utanríkisráðuneytið,
Reykjavík, 14. apríl 2000