Hoppa yfir valmynd
18. apríl 2000 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Málþing um lesskimun og lestrarerfiðleika 6. júní 2000

    Til þeirra sem málið varðar




    Málþing um lesskimun og lestrarerfiðleika 6. júní 2000


    Á undanförnum árum hefur verið unnið að stefnumótun í málefnum nemenda með sértæka lestrarörðugleika á öllum skólastigum. Sérstök framkvæmdanefnd um lesskimun í grunn- og framhaldsskólum lagði til á síðasta ári að menntamálaráðuneytið héldi málþing um lestrarörðugleika og lesskimun. Menntamálaráðuneytið hefur því ákveðið að standa að slíku málþingi.

    Markmiðið með málþinginu er að fá fram ólík sjónarmið og safna upplýsingum um stöðu lesskimunar hér á landi þannig að hægt sé með markvissum hætti að fylgja eftir markaðri stefnu ráðuneytisins sem staðfest er í aðalnámskrám grunn- og framhaldsskóla.

    Á málþinginu verða flutt erindi um ýmsa þætti lesskimunar og lestrarörðugleika, t.d. skilgreiningar á lestrarörðugleikum, aðferðir við að meta sértæka lestrarörðugleika, úrræði fyrir nemendur og greint verður frá ýmsum mats- og mælitækjum þar að lútandi. Einnig verður svigrúm til umræðna og fyrirspurna.

    Málþingið verður haldið þriðjudaginn 6. júní nk. í Borgartúni 6 og stendur frá kl. 9.00-16.00. Málþingið er öllum opið og er þátttakendum að kostnaðarlausu.

    Nánari dagskrá verður birt í dagblöðum um miðjan maí. Frekari upplýsingar um skráningu á málþingið verða birtar með dagskránni. Dagskráin verður einnig birt á heimasíðu ráðuneytisins, www.mrn.stjr.is ásamt öðrum upplýsingum sem tengjast málþinginu. Sérstakt skráningarform verður einnig á heimasíðunni frá og með miðjum maí nk.

    Þess er vænst að sem flestir sem láta sig málið varða sjái sér fært að taka þátt í málþinginu og stuðli þannig að raunhæfum aðgerðum á sviði lesskimunar og úrbóta fyrir nemendur með sértæka lestrarörðugleika.

    (Apríl 2000)

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta