Nr. 026, 28. apríl 2000. Heimsókn Halldórs Ásgrímssonar til Bandaríkjanna
FRÉTTATILKYNNING
frá utanríkisráðuneytinu
Nr. 026
Nú stendur yfir heimsókn Halldórs Ásgrímssonar, utanríkisráðherra, til Bandaríkjanna. Næstu daga dvelur hann í Norfolk í tengslum við AZALEA hátíðina, en Ísland er þar í heiðurssæti. Utanríkisráðherra á jafnframt fund í Norfolk með yfirmanni Atlantshafsherstjórnar Atlantshafsbandalagsins (SACLANT), Harold W. Gehman, flotaforingja. Mánudaginn 1. maí verður utanríkisráðherra í Washington í boði Madeleine Albright, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og munu þau funda um tvíhliða samskipti ríkjanna og framvindu mála á alþjóðavettvangi. Utanríkisráðherra mun jafnframt eiga fundi með varautanríkisráðherra Bandaríkjanna, Strobe Talbott, og flotamálaráðherra, Richard Danzig. Heimsókninni lýkur 2. maí.
Utanríkisráðuneytið
Reykjavík, 28. apríl 2000.