Hoppa yfir valmynd
12. maí 2000 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Dagur íslenskrar tungu 16. nóvember 2000

    Til leikskóla, grunnskóla, framhaldsskóla, tónlistarskóla, skólaskrifstofa og ýmissa annarra aðila


Dagur íslenskrar tungu verður haldinn hátíðlegur í fimmta sinn 16. nóvember næstkomandi. Í tengslum við daginn mun menntamálaráðuneytið líkt og áður beita sér fyrir átaki í þágu móðurmálsins. Í skólum landsins er lögð mikil áhersla á tungumálið; lesið, ritað, tjáð og túlkað og því tilvalið tækifæri að nýta þennan dag til sérstakra verkefna í þágu móðurmálsins.
Á síðasta ári var gerð heimasíða fyrir dag íslenskrar tungu. Slóðin er: http://brunnur.stjr.is/mrn/dit
Á heimasíðunni er stutt samantekt um aðdraganda og tilurð verkefnisins, tilgang og fyrri verðlaunahafa Verðlauna dags íslenskrar tungu auk hugmyndabanka. Þar er að finna verkefni sem ýmsir skólar og fleiri hafa unnið að á undanförnum árum að viðbættum hugmyndum frá fulltrúum Samtaka móðurmálskennara og Félags íslenskra leikskólakennara sem sátu í vinnuhópi á vegum stjórnarinnar. Auk þess eru þar ýmsar krækjur er tengjast íslenskri tungu og gagnlegar geta verið öllum kennurum og áhugafólki um íslenskt mál. Það er ósk framkvæmdastjórnar að hugmyndabankinn geti verið uppspretta að fjölþættum verkefnum eða dagskrá á degi íslenskrar tungu.

Fyrir hönd framkvæmdarstjórnar viljum við minna skólastjórnendur á að taka þennan dag frá og gera kennurum, nemendum, foreldrum og öðrum mögulegt að gera sér dagamun á afmælisdegi Jónasar Hallgrímssonar 16. nóvember.

Verkefnisstjóri dags íslenskrar tungu er Ingibjörg B. Frímannsdóttir.
Tölvupóstfang: [email protected]
Frekari upplýsingar verða sendar frá framkvæmdastjórn dags íslenskrar tungu með haustinu.

(maí 2000)

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta