Hoppa yfir valmynd
16. maí 2000 Utanríkisráðuneytið

Nr. 029, 16. maí 2000. Utanríkis- og varnarmálaráðherrafundur VES.

FRÉTTATILKYNNING

frá utanríkisráðuneytinu

________




Nr. 029


Íslensk stjórnvöld leggja áherslu á að komið verði til móts við sjónarmið evrópsku Atlantshafsbandalagsríkjanna (NATO) utan Evrópusambandsins (ESB) um rétt þeirra til þátttöku í nýjum stofnunum sambandsins á sviði öryggis- og varnarmála, á grundvelli núverandi fyrirkomulags innan Vestur-Evrópusambandsins (VES). Að því gefnu hafa íslensk stjórnvöld í hyggju að kanna hvað þau geti lagt af mörkum til sameiginlegra friðarstarfa á vegum ESB í framtíðinni. Þetta kom fram í meðfylgjandi ávarpi sem fastafulltrúi Íslands hjá VES, Dr. Gunnar Pálsson, flutti á sameiginlegum fundi utanríkis- og varnarmálaráðherranna í gær, en fundurinn er haldinn í Óportó í Portúgal, 15. - 16. maí.

Helsta viðfangsefni ráðherrafundarins var fyrirsjáanlegar breytingar í öryggismálasamstarfi í Evrópu, en semja þarf m.a. um formleg samskipti NATO og ESB og möguleika sambandsins á aðgangi að liðsafla og búnaði NATO. Á fundinum var ástandið á Balkanskaga einnig rætt, sem og árangur sameiginlegrar viðbragðsæfingar NATO og VES á sviði hættuástandsstjórnunar í febrúar. Yfirlýsing ráðherrafundarins fylgir.

Auk fastafulltrúa Íslands hjá VES, sótti Hjálmar W. Hannesson, sendiherra og skrifstofustjóri alþjóðaskrifstofu utanríkisráðuneytisins, fundinn í fjarveru Halldórs Ásgrímssonar, utanríkisráðherra.

Einnig er hægt að nálgast upplýsingar um fundinn á heimasíðu Vestur-Evrópusambandsins http://www.weu.int









Utanríkisráðuneytið
Reykjavík, 16. maí 2000.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta