Nr. 030, 21. maí 2000. Ráðstefna VUR og Alþjóðabankans.
FRÉTTATILKYNNING
frá utanríkisráðuneytinu
________
Nr. 030
Markaðssókn íslensks atvinnulífs á erlenda grund undanfarinn áratug á sér engar hliðstæðu í íslenskri hagsögu. Útrásin hefur fyrst og fremst beinst að iðnríkjum, en einungis lítillega að mörkuðum þróunarríkja. Fyrir forgöngu utanríkisráðherra hefur utanríkisráðuneytið unnið að því um nokkurt skeið að efla starfsemi íslenskra fyrirtækja í þróunarlöndum og fjölga viðskiptatækifærum, m.a. með auknu samstarfi við Alþjóðabankann.
Í þessu skyni eru nú hér á landi tveir sérfræðingar á vegum Alþjóðabankans til að kynna á sérstakri ráðstefnu starfsemi bankans og verkefnið "Enterprise Outreach Team in Europe," ætlað litlum og meðalstórum fyrirtækjum. Meginviðfangsefni ráðstefnunnar er hvernig best er fyrir íslensk fyrirtæki að bera sig að við framkvæmd útboða, öflun fjármagns og þátttöku í verkefnum á vegum Alþjóðabankans Jafnframt verða kynnt drög að samstarfssamningi Utanríkisráðuneytisins við Alþjóðabankann (World Bank), Alþjóðastofnunina um fjárfestingarábyrgðir (MIGA) og Alþjóðalánastofnunina (IFC) um eflingu tengsla milli íslensks atvinnulífs og þeirra þróunarríkja sem þiggja aðstoð frá Íslandi. Ráðstefnan fer fram í Borgartúni 6, kl. 13:00-16:15 í dag 18. maí 2000.
VUR (Viðskiptaþjónusta utanríkisráðuneytisins) verður formlegur umsjónaraðili með verkefninu, sem hefur það að meginmarkmiði að greina ný viðskiptatækifæri í þróunarríkjum og hvetja íslenskt atvinnulíf til að taka virkari þátt í efnahagslífi þeirra þróunarlanda sem Íslendingar veita tvíhliða aðstoð.
Nánari upplýsingar veita Auðbjörg Halldórsdóttir og Benedikt Höskuldsson
hjá VUR - í síma 560 9900 og 899-0934 og 898-7505.
hjá VUR - í síma 560 9900 og 899-0934 og 898-7505.
Utanríkisráðuneytið
Reykjavík, 18. mai 2000.