Hoppa yfir valmynd
23. maí 2000 Dómsmálaráðuneytið

Ávarp dómsmálaráðherra á fundi með Jürgen Storbeck

Fundur með Jürgen Storbeck, forstjóra Europol, 16. maí 2000


Ágætu lögreglustjórar og aðrir fundargestir

Það er mér sérstök ánægja að bjóða velkominn hingað í dag Jürgen Storbeck forstjóra Evrópulögreglunnar Europol, til þess að kynna okkur starfsemi stofnunarinnar.

Mr. Storbeck,

It is a great pleasure to welcome you here today the hear your presentation on the role of Europol and its vision to the future policing in Europe. It is a quite appropriate opportunity for the Icelandic Police Commissioners, police officers, prosecutors and other law enforcement officials which have gathered here today to get aquainted with the organisations and the functions of Europol, now at the dawn of the negotiation process between Iceland and Europol.

Um þessar mundir er íslenska ríkið að hefja viðræður um gerð samstarfssamnings við Europol. Það er því sérstakt tækifæri að fá yfirmann stofnunarinnar til þess að kynna lögreglustjórum, saksóknurum, lögreglumönnum og öðrum sem vinna að réttarvörslu til þess að kynna og skipulag og starfsemi stofnunarinnar. Ætla má að samvinna við Europol og reyndar alþjóðleg lögreglusamvinna verði æ ríkari þáttur í störfum lögreglunnar hér á landi. Er þátttaka Íslands í Schengen samstarfinu dæmigerð fyrir þær stórfelldu breytingar sem eru að verða á þessu sviði og vænta má að í framtíðinni verði samstarf við Europol í nánum tengslum við þá alþjóðlegu lögreglusamvinnu sem stefnt er að með Schengen samkomulaginu. Europol tekur einnig virkan þátt í sameiginlegri stefnumótun Evrópulanda um afbrotavarnir. Átti ég þess nýlega kost að ræða við Storbeck á fundi með æðstu yfirmönnum dómsmála í Evrópuríkjum um afbrotavarnir sem haldinn var í Algarve í Portúgal í byrjun þessa mánaðar. Er þar að mínu mati um afar mikilvægt svið að ræða sem ég tel nauðsynlegt að lögregluyfirvöld hér á landi leggi ríkari áherslu á í framtíðinni. Í stefnumótun okkar um afbrotavarnir er einnig mikilvægt að geta leitað í smiðju til annarra Evrópuríkja sem stefna að sameiginlegri stefnumótun á þessu sviði.

Eitt af höfuðmarkmiðum Europol er að bæta árangur og samvinnu stjórnvalda innan aðildarríkja í baráttu gegn fíkniefnabrotum og annarri hættulegri og skipulagðri glæpastarfsemi á alþjóðlegum vettvangi. Er hlutverk stofnunarinnar sérlega mikilvægt þegar kemur að rannsókn brotastarfsemi sem lögregla vinnur að í mörgum Evrópuríkjum í senn. Í þeim tilvikum getur Europol unnið að upplýsingaöflun, samhæfingu á milli lögregluliða margra ríkja og veitt tæknilegan stuðning við verkefni og lögregluaðgerðir sem eru í gangi í ríkjunum. Má nefna að íslensk lögregla hefur á undanförnum misserum fengið áþreifanlega reynslu af stórum fíkniefnamálum hér á landi sem teygja anga sína yfir mörg landamæri. Hefur fengist staðfesting á því hversu mikilvægt er að góð samvinna náist við erlend lögregluyfirvöld þegar slík mál koma upp.

Jürgen Storbeck, var skipaður forstjóri Europol frá 1. júlí 1999 frá því stofnunin tók formlega til starfa. Frá 1994 var hann yfirmaður takmarkaðrar starfsemi á vegum Europol, Fíkniefnadeild Europol, sem lagði grunninn að starfsemi stofnunarinnar í dag. Storbeck á að baki farsælan feril innan þýsku lögreglunnar, þar sem hann var m.a. í forsvari í alþjóðlegu lögreglusamstarfi og sat um tíma í framkvæmdastjórn Interpol. Kemur reynsla hans, ekki síst á sviði baráttu gegn fíkniefnabrotum að góðum notum í því umfangsmikla og metnaðarfulla starfi sem Europol á fyrir höndum.

Ég er sannfærð um að fyrirlesturinn sem hér fer á eftir verður ykkur áheyrendum til gagns og fróðleiks um það sem í hönd fer í lögreglusamvinnu Evrópuríkja. Enginn vafi leikur á því að sú framtíðarsýn sem hér verður lýst í þeirri samvinnu verður raunveruleiki okkar fyrr enn varir.

Mr. Storbeck, I am convinced that your presentation here to day gives us a clearer picture than we have today, on the present and future developments in the field of European Police co-operation. We have already taken the first steps towards this direction which hopefully will lead us to more effective battle against crimes in our country as well as in other European countries.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta