Ritið Handskrift við aldamótin 2000
Ritið Handskrift við aldamótin 2000
Út er komið ritið Handskrift við aldamótin 2000. Ritið er leiðbeining unnin af Norrænum hugmyndahópi um handskrift. Eins og fram kemur í káputexta er menntamálaráðuneytið einn þeirra aðila sem stutt hafa íslenska útgáfu ritsins. Það er gefið út í 21.000 eintökum og sent ókeypis til allra grunnskóla á Norðurlöndum. Verkefnið var stutt af Norræna menningarmálasjóðnum og öðrum aðilum í viðkomandi löndum.
Meðfylgjandi sendir ráðuneytið eitt eintak af ritinu til allra grunnskóla og skólaskrifstofa. Bent er á að fleiri eintök má nálgast hjá Námsgagnastofnun.
Einnig verður texti ritsins á heimasíðu ráðuneytisins: www.mrn.stjr.is (pdf - 548KB)
Þess er vænst að ritið nýtist skólum í tengslum við skriftarkennslu samkvæmt aðalnámskrá grunnskóla.
(Maí 2000)