Hoppa yfir valmynd
25. maí 2000 Utanríkisráðuneytið

Nr. 036, 25. maí 2000.Opnun heimssýningarinnar EXPO 2000

FRÉTTATILKYNNING

frá utanríkisráðuneytinu




Nr. 036


Heimssýningin EXPO 2000 verður formlega opnuð í Hannover í Þýskalandi 1. júní næstkomandi. Ísland tekur nú þátt í heimssýningu í fjórða sinn og mun Halldór Ásgrímsson, utanríkisráðherra, opna íslenska sýningarskálann við athöfn á opnunardaginn.

Maður, náttúra og tækni er yfirskrift heimssýningarinnar sem opin verður í fimm mánuði á tímabilinu 1. júní til 30. október. Alls taka 178 ríki þátt í sýningunni og áætlaður fjöldi sýningargesta er 40 milljónir.

Ísland tók fyrst þátt í heimssýningu þegar hún var haldin í New York árið 1939. Íslendingar tóku einnig þátt í heimssýningunum í Montreal árið 1967 og í Lissabon árið 1998.

Í tilefni af opnun heimsýningarinnar efnir verkefnisstjórn um þátttöku Íslands til fundar með blaðamönnum næstkomandi mánudag, 29. maí kl. 11.00 í utanríkisráðuneytinu. Þar mun verkefnisstjórnin gera grein fyrir þátttöku Íslands á sýningunni og kynna skipulag og starfsemi í íslenska skálanum á meðan á sýningunni stendur.

Nánari upplýsingar um heimssýninguna Expo 2000 er að finna á vefslóðunum www.expo2000.is og www.expo.de




Utanríkisráðuneytið
Reykjavík, 25. mai 2000.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta