Nr. 039, 25. maí 2000. Fundur utanríkisráðherra með Dr. Fayes Tarawneh, hirðstjóra konungs Jórdaníu
FRÉTTATILKYNNING
frá utanríkisráðuneytinu
Nr. 039
Halldór Ásgrímsson, utanríkisráðherra, og Dr. Fayes Tarawneh, hirðstjóri konungs Jórdaníu, eiga hádegisverðarfund í Ráðherrabústaðnum á morgun, föstudaginn 26. maí.
Á fundinum verða rædd tvíhliða samskipti Íslands og Jórdaníu, friðarferlið í Mið-Austurlöndum, tengsl Jórdaníu við EFTA og samskipti landanna beggja við ESB.
Dr. Fayes Tarawneh er fyrrverandi forsætisráðherra, utanríkisráðherra og sendiherra Jórdaníu í Washington.
Utanríkisráðuneytið
Reykjavík, 25. mai 2000.