Nr. 047, 4. júní 2000. Heimsókn fastaflota Atlantshafsbandalagsins á Atlantshafi 07.-13. júlí 2000.
FRÉTTATILKYNNING
frá utanríkisráðuneytinu
Nr. 047
Fastafloti Atlantshafsbandalagsins á Atlantshafi (Standing Naval Force Atlantic) mun heimsækja Reykjavík dagana 7. til 13. júlí n.k. Í flotanum eru sjö skip, frá Bandaríkjunum, Bretlandi, Hollandi, Kanada, Portúgal, Spáni og Þýskalandi. Íslandsheimsókn fastaflotans er liður í reglubundnum heimsóknum flotans til aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins og annarra ríkja. Fastaflotinn kom síðast í heimsókn til Íslands í apríl 1998.
Yfirmaður fastaflotans er bandaríski flotaforinginn Thomas J. Wilson.
Skipin verða opin almenningi laugardaginn 8. júlí og sunnudaginn 9. júlí frá 13:00 til 16:00.
Fulltrúum fjölmiðla gefst kostur á að kynna sér starfsemi fastaflotans á fréttamannafundi sem yfirmaður fastaflotans efnir til á Ægisgarði, föstudaginn 7. júlí n.k., kl. 9:30. Auk þess verður fulltrúum fjölmiðla boðið að skoða eitt skipa fastaflotans.
Utanríkisráðuneytið
Reykjavík, 5. júlí 2000.