Málþing 14. október 2000 í KHÍ um rannsóknir - nýbreytni - þróun
Til leik-, grunn- og framhaldsskóla, skólaskrifstofa o.fl.
Málþing 14. október 2000 í KHÍ
um rannsóknir - nýbreytni - þróun
Á undanförnum árum hefur málþing um nýbreytni og þróunarvinnu í skóla- og uppeldismálum verið haldið á vegum Kennaraháskóla Íslands með fjárhagslegum stuðningi frá ýmsum aðilum, m.a. menntamálaráðuneytinu, Fræðslumiðstöð Reykjavíkur og Leikskólum Reykjavíkur. Á þessum málþingum hefur komið greinilega í ljós sú mikla gróska sem er í þróunarstarfi í skólum hér á landi og full ástæða hefur þótt að halda slíkar samkomur árlega.
Stofnaður hefur verið samráðshópur um málþing sem verður haldið 14. október 2000 undir yfirskriftinni: Rannsóknir - nýbreytni - þróun
Helsta markmið málþingsins er að skapa vettvang til kynningar á verkefnum á sviði þróunar- og nýbreytnistarfs og efla rannsóknar- og þróunarviðleitni
kennara og annarra uppeldisstétta.
Málþingið verður haldið í húsnæði Kennaraháskólans við Stakkahlíð laugardaginn 14. október nk. og er öllum opið.
Að þinginu standa, Félag íslenskra leikskólakennara, Félag grunnskólakennara, Fræðslumiðstöð Reykjavíkur, Félag grunnskólakennara, Leikskólar Reykjavíkur,
Menntamálaráðuneytið, Rannsóknarstofnun Kennaraháskóla Íslands, Skólastjórafélag Íslands og Þroskaþjálfafélag Íslands. Allyson Macdonald Rannsóknarstofnun KHÍ hefur yfirumsjón með undirbúningi málþingsins. s: 563 3805, netfang: [email protected]
Nánari upplýsingar um málþingið verða veittar með haustinu, m.a. á heimasíðu ráðuneytisins mmr.stjr.is og heimasíðu Kennaraháskóla Íslands www.khi.is
(júní 2000)