Ársskýrsla rannsóknarnefndar umferðarslysa fyrir árið 1999.
Ársskýrsla rannsóknarnefndar umferðarslysa fyrir árið 1999
afhent dómsmálaráðherra
Rannsóknarnefnd umferðarslysa hefur skilað dómsmálaráðherra ársskýrslu fyrir árið 1999. Nefndin er skipuð samkvæmt ákvæði í umferðarlögum og starfar samkvæmt sérstakri reglugerð sem sett var í nóvember 1998. Nefndin er skipuð þremur fulltrúum, lögfræðingi sem formanni, lækni með sérþekkingu í slysa- og bráðalæknisfræði og verkfræðingi á sviði vegagerðar og sérfræðingi í umferðarmálum. Símon Sigvaldason, skrifstofustjóri Hæstaréttar Íslands, er formaður nefndarinnar. Nefndin hefur ráðið til starfa framkvæmdastjóra auk þess sem hún hefur sér til ráðgjafar umferðarverkfræðing, sem starfar með nefndinni.
Akstur undir áhrifum áfengis, of hraður akstur og ónóg notkun bílbelta eru helstu orsakaþættir banaslysa í umferðinni 1999, líkt og árið áður. Að áliti nefndarinnar eru þetta yfirgnæfandi áhrifavaldar, og af því tilefni bendir nefndir á að efla þurfi fræðslu og grípa verði til annarra aðgerða til að sporna gegn þessum vanda. Fleiri þættir eru teknir til skoðunar, s.s. skýrslugerð og rannsóknir, tækniskoðun bifreiða, blóðrannsóknir o.fl.
Í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu,
16. júní 2000.
16. júní 2000.