Afkoma ríkissjóðs á fyrri árshelmingi 2000. Greinargerð 19. júlí 2000
Nú liggja fyrir tölur um afkomu ríkissjóðs á fyrri helmingi ársins 2000. Þær eru á greiðslugrunni og því ekki sambærilegar við fjárlög ársins, en þau eru sett fram á rekstrargrunni. Engu að síður gefa þessar tölur góða vísbendingu um þróun ríkisfjármála það sem af er árinu í samanburði við hliðstætt tímabil á síðustu tveimur árum.
Heildaryfirlit
Fyrri hluta ársins voru heildartekjur ríkissjóðs 10,6 milljörðum króna umfram gjöld, samanborið við 8,6 milljarða króna afgang á sama tíma í fyrra og 3,6 milljarða afgang árið 1998. Þetta er mun betri afkoma en áætlanir gerðu ráð fyrir, en of snemmt er að fullyrða að það skili sér í betri afkomu fyrir árið í heild. Hreinn lánsfjárjöfnuður var jákvæður um 10,7 milljarða króna, tvöfalt meira en á sama tíma árin 1998 og 1999, en þessi stærð gefur til kynna hvaða fjármagn ríkissjóður hefur til ráðstöfunar til að greiða niður skuldir. Á fyrstu sex mánuðum ársins námu afborganir eldri lána 20,6 milljörðum króna en nýjar lántökur 9,5 milljörðum. Greiðsluafkoma ríkissjóðs var því neikvæð um tæplega S milljarð króna, sem er 4S milljarði hagstæðari niðurstaða en í fyrra.
(Í milljónum króna)
1998 |
1999 |
2000 | |
Tekjur................................................................. |
79.278 |
90.554 |
100.720 |
Gjöld................................................................... |
75.713 |
81.929 |
90.079 |
Tekjur umfram gjöld....................................... |
3.565 |
8.625 |
10.641 |
Lánveitingar. nettó.......................................... |
2.312 |
-4.180 |
22 |
Hreinn lánsfjárjöfnuður................................. |
5.877 |
4.446 |
10.663 |
Afborganir lána................................................ |
-7.459 |
-18.063 |
-20.555 |
Innanlands....................................................... |
-7.267 |
-8.392 |
-11.747 |
Erlendis............................................................ |
-192 |
-9.671 |
-8.808 |
Lánsfjárþörf brúttó.......................................... |
-1.582 |
-13.617 |
-9.892 |
Lántökur........................................................... |
8.438 |
8.646 |
9.473 |
Innanlands....................................................... |
13.603 |
-484 |
2.101 |
Erlendis............................................................ |
-5.165 |
9.130 |
7.372 |
Greiðsluafkoma ríkissjóðs............................. |
6.857 |
-4.792 |
-419 |
Tekjur
Heildartekjur ríkissjóðs á fyrri hluta ársins námu 100,7 milljörðum króna, samanborið við 90,6 milljarða á sama tíma í fyrra og 79,3 milljarða árið 1998. Hækkunin frá fyrra ári nemur um 11%, samanborið við 14% árið áður. Meiri munur kemur fram í breytingu skatttekna milli ára, en þær hækka um 12% á fyrri hluta þessa árs, samanborið við tæplega 17% hækkun í fyrra. Þessi þróun endurspeglar mun minni útgjaldaþenslu í efnahagslífinu í ár en í fyrra, sem meðal annars birtist í hægari aukningu almenns innflutnings og bílainnflutningur hefur beinlínis minnkað frá því í fyrra.
(Í milljónum króna)
Aukning |
í % | ||||
1998 |
1999 |
2000 |
1998-1999 |
1999-2000 | |
Skatttekjur í heild............................... |
71.612 |
83.599 |
93.813 |
16,7 |
12,2 |
Skattar á tekjur og hagnað................ |
20.490 |
24.031 |
28.895 |
17,3 |
20,2 |
Tekjuskattur einstaklinga................... |
16.119 |
18.169 |
20.796 |
12,7 |
14,5 |
Tekjuskattur lögaðila.......................... |
2.330 |
3.403 |
4.279 |
46,0 |
25,7 |
Skattur á fjármagnstekjur................... |
2.041 |
2.459 |
3.820 |
20,5 |
55,4 |
Tryggingagjöld.................................. |
7.519 |
8.263 |
9.291 |
9,9 |
12,4 |
Eignarskattar .................................... |
3.763 |
4.105 |
4.462 |
9,1 |
8,7 |
Skattar á vöru og þjónustu ............. |
39.614 |
47.039 |
51.007 |
18,7 |
8,4 |
Virðisaukaskattur ............................ |
24.231 |
29.252 |
32.838 |
20,7 |
12,3 |
Aðrir óbeinir skattar......................... |
15.383 |
17.787 |
18.169 |
15,6 |
2,1 |
Aðrir skattar...................................... |
225 |
161 |
158 |
-28,4 |
-2,0 |
Aðrar tekjur....................................... |
6.450 |
6.101 |
6.340 |
-5,4 |
3,9 |
Tekjur alls ......................................... |
79.278 |
90.554 |
100.720 |
14,2 |
11,2 |
Um það bil helming tekjuaukans frá fyrra ári má rekja til aukinna tekna ríkissjóðs af tekjusköttum. Þannig skilar tekjuskattur einstaklinga tæplega 15% meiri tekjum á fyrstu sex mánuðum þessa árs en á sama tímabili í fyrra. Til samanburðar má nefna að launavísitalan hækkaði um rúmlega 5% á þessu tímabili og því ljóst að mikil eftirspurn á vinnumarkaði birtist í þessum tölum. Tekjuskattur lögaðila hækkar einnig umtalsvert milli ára, en þær tölur endurspegla álagningu síðasta árs og þar með afkomuna 1998. Fjármagnstekjuskattur skilar einnig mun meiri tekjum en í fyrra sem rekja má til mjög aukinna umsvifa á fjármagnsmarkaði.
Verulega dregur úr aukningu veltuskatta á fyrri hluta þessa árs miðað við sama tímabil í fyrra. Þannig jukust tekjur af virðisaukaskatti um 12% í ár, samanborið við um fimmtungs aukningu á síðasta ári. Hækkun annarra veltuskatta er enn minni, eða um 2%, samanborið við 15S% í fyrra. Samanlagt hækka almennir veltuskattar um 8S% milli ára, samanborið við 18S% hækkun í fyrra. Hækkunin að raungildi nemur 2-3% á þessu ári, en 12-13% í fyrra. Þessi þróun sýnir að verulega hefur dregið úr almennri útgjaldaaukningu í efnahagslífinu á yfirstandandi ári frá því í fyrra.
Aðrir tekjuliðir, svo sem arðgreiðslur, vaxtatekjur og tekjur af sölu eigna. breytast alla jafna með óreglulegum hætti og endurspegla því enga sérstaka þróun fyrir það tímabil sem hér um ræðir.
Gjöld
Heildarútgjöld ríkissjóðs námu um 90 milljörðum króna á fyrstu sex mánuðum þessa árs og hækka um tæplega 8 milljarða, eða 9,9%, frá sama tíma í fyrra. Rúmlega fjórðung þessarar hækkunar, eða 2,1 milljarð, má rekja til aukinna vaxtagreiðslna, fyrst og fremst vegna sérstakrar forinnlausnar spariskírteina á þessu ári. Útgjaldahækkunin, án vaxta, nemur um 7S% milli ára, sem er svipað og hækkun launavísitölu opinberra starfsmanna á sama tímabili. Hækkunin dreifist þó misjafnlega milli málaflokka.
(Í milljónum króna)
Aukning |
í % | ||||
1998 |
1999 |
2000 |
1998-1999 |
1999-2000 | |
Almenn mál....................................... |
8.276 |
9.287 |
10.963 |
12,2 |
18,1 |
Almenn stjórn................................... |
3.945 |
4.526 |
5.659 |
14,7 |
25,0 |
Dómgæsla og löggæsla...................... |
3.035 |
3.327 |
3.857 |
9,6 |
15,9 |
Utanríkisþjónusta............................. |
1.297 |
1.433 |
1.448 |
10,5 |
1,0 |
Félagsmál........................................... |
47.281 |
51.543 |
54.157 |
9,0 |
5,1 |
Þar af: Mennta- og menningarmál........ |
9.668 |
10.603 |
11.346 |
9,7 |
7,0 |
Heilbrigðis- og tryggingamál..... |
31.441 |
34.780 |
36.349 |
10,6 |
4,5 |
Atvinnumál........................................ |
10.451 |
11.452 |
12.005 |
9,6 |
4,8 |
Þar af: Landbúnaðarmál....................... |
4.280 |
4.526 |
4.626 |
5,1 |
2,2 |
Samgöngumál............................ |
4.385 |
4.813 |
5.129 |
9,8 |
6,6 |
Vaxtagjöld.......................................... |
6.828 |
6.873 |
8.962 |
0,7 |
30,4 |
Önnur útgjöld................................... |
2.877 |
2.774 |
3.991 |
-3,6 |
43,9 |
Gjöld alls............................................ |
75.713 |
81.929 |
90.079 |
8,2 |
9,9 |
Útgjöld til ýmissa almennra málaflokka, svo sem æðstu stjórnar ríkisins, dómgæslu, löggæslu o.fl., hækka um 18% milli ára og gætir þar meðal annars áhrifa sérstaks úrskurðar um launhækkun lögreglumanna, auk tímabundins kostnaðar vegna sérstakra verkefna forsætisráðuneytis. Greiðslur til utanríkisþjónustunnar eru nær óbreyttar milli ára þrátt fyrir aukinn rekstrarkostnað, þar sem á móti vegur lækkun stofnkostnaðar.
Um 60% af útgjöldum ríkisins það sem af er árinu, eða 54 milljarðar króna, runnu til ýmissa félagsmála, svo sem mennta-, menningar-, heilbrigðis- og tryggingamála. Útgjöld til þessa málaflokks hækka um 5% milli ára. Þessi hækkun endurspeglar og er í samræmi við almennar launabreytingar og hækkanir bóta almannatrygginga á þessu tímabili.
Útgjöld til atvinnumála hækka um tæp 5% og þar munar mestu um framlög til vegamála sem hækka um 6S%. Aðrar breytingar eru lægri og dæmi eru um nær óbreytt framlög til atvinnumála mili ára. Veigamestu útgjaldaliðirnir fylgja forsendum sem fram koma í vegaáætlun og búvörusamningi.
Vaxtagjöld hækka sem fyrr segir um rúmlega 2 milljarða króna milli ára, sem nánast alfarið skýrist af sérstakri forinnlausn spariskírteina á þessu ári. Hér er þó rétt að hafa í huga að þessi hækkun kemur einungis fram á greiðslugrunni og hefur ekki áhrif á áætlun fjárlaga. Fyrirframgreiðsla vaxta með þessum hætti skilar sér í minni vaxtagreiðslum síðar.
Önnur útgjöld hækka um 1,2 milljarða króna, sem skýrist nær alfarið af hækkun greiðslna til Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins vegna uppbóta á lífeyri.
Lánahreyfingar
Lánveitingar ríkissjóðs námu því sem næst sömu fjárhæð og innheimtar afborganir á fyrri hluta ársins, samanborið við rúmlega 4 milljarða króna útstreymi á sama tíma í fyrra. Munurinn stafar meðal annars af áhrifum innborgana í upphafi þessa árs vegna sölu viðskiptabanka á síðasta ári, sem námu um 5S milljarði króna. Eins eru skammtímalán ríkissjóðs minni en í fyrra. Á móti vega auknar greiðslur til Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins vegna lífeyrisskuldbindinga ríkissjóðs að fjárhæð 3 milljörðum króna, eða 2 milljörðum meira en á sama tíma í fyrra.
Afborganir lána ríkissjóðs námu 20,6 milljörðum króna, eða 2S milljarði meira en á sama tíma í fyrra. Þar ber hæst forinnlausn spariskírteina, sem nam um 6 milljörðum króna og var uppkaupum beint að flokkunum RS04-0210/K og RS10-0115/KI sem eru litlir flokkar og ekki nægilega seljanlegir á eftirmarkaði. Afborganir erlendra lána námu 8,8 milljörðum króna, um 1 milljarði minna en í fyrra.
Lántökur ríkisins námu um 9S milljarði króna á fyrstu sex mánuðum ársins, tæplega 1 milljarði minna en á sama tíma í fyrra. Í febrúar sl. gaf ríkissjóður út skuldabréf til sjö ára að fjárhæð 200 milljónir evra og nam andvirði þeirra 14S milljarði króna sem var notað til endurgreiðslu erlendra lána auk þess sem erlend veltilán voru lækkuð um 7 milljarða króna. Útgáfa ríkisvíxla innanlands nam svipaðri fjárhæð og innlausn, samanborið við 3 milljarða króna lækkun á sama tíma í fyrra.