Embættistaka forseta Íslands
Embættistaka forseta Íslands fer fram þriðjudaginn 1. ágúst nk. Athöfnin hefst kl. 15.30 með helgistund í Dómkirkjunni en síðan verður gengið til Alþingishúss þar sem afhending kjörbréfs fer fram. Þegar forsetinn hefur veitt kjörbréfinu viðtöku mun hann koma fram á svalir þinghússins.
Kirkjuathöfnin er opin almenningi meðan húsrúm leyfir en í þinghúsi rúmast ekki aðrir en boðsgestir. Gjallarhornum verður komið fyrir úti svo að menn geti fylgst með því sem fram fer innan dyra, bæði í kirkju og þinghúsi. Lúðrasveit Reykjavíkur mun leika á Austurvelli.
Í Reykjavík, 24. júlí 2000.