Hoppa yfir valmynd
18. ágúst 2000 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Afkoma ríkissjóðs fyrstu sjö mánuði ársins 2000. Greinargerð 18. ágúst 2000


Nú liggja fyrir tölur um stöðu ríkissjóðs tímabilið fyrstu sjö mánuði ársins 2000. Þær eru á greiðslugrunni og því ekki sambærilegar við fjárlög ársins, en þau eru sett fram á rekstrargrunni. Engu að síður gefa þessar tölur góða vísbendingu um þróun ríkisfjármála það sem af er árinu í samanburði við hliðstætt tímabil á síðustu tveimur árum.

Heildaryfirlit
Fyrstu sjö mánuði ársins voru innheimtar tekjur ríkissjóðs 7,5 milljörðum króna umfram greidd gjöld, samanborið við 1,4 milljarða króna afgang á sama tíma í fyrra og 4,6 milljarða halla árið 1998. Í samanburði við áætlanir er þessi niðurstaða töluvert hagstæðari en reiknað var með. Hreinn lánsfjárjöfnuður var jákvæður um 5,8 milljarða króna, en á sama tíma í fyrra var lánsfjárjöfnuðurinn hagstæður um 0,4 milljarða króna og árið 1998 var hann neikvæður um 2,4 milljarða. Þessi stærð gefur til kynna hvaða fjármagn ríkissjóður hefur til ráðstöfunar til að greiða niður skuldir. Á fyrstu sjö mánuðum ársins námu afborganir eldri lána 26,4 milljörðum króna en nýjar lántökur 18,9 milljörðum. Greiðsluafkoma ríkissjóðs var því neikvæð um tæplega 1,7 milljarð króna, sem er rúmlega 5 milljörðum hagstæðari niðurstaða en í fyrra.

Greiðsluafkoma ríkissjóðs janúar-júlí
(Í milljónum króna)

1998
1999
2000
Tekjur.................................................................
89.771
102.726
114.186
Gjöld...................................................................
- 94.408
- 101.315
- 106.709
Tekjur umfram gjöld.......................................
- 4.637
- 1.411
7.478
Lánveitingar. nettó..........................................
2.237
- 1.002
- 1.679
Hreinn lánsfjárjöfnuður.................................
- 2.400
409
5.801
Afborganir lána................................................
- 17.149
- 18.163
- 26.398
Innanlands.......................................................
- 7.373
- 8.492
- 12.906
Erlendis............................................................
- 9.776
- 9.671
- 13.490
Lánsfjárþörf brúttó..........................................
- 19.549
- 17.754
- 20.596
Lántökur...........................................................
15.568
10.738
18.855
Innanlands.......................................................
15.036
1.666
2.371
Erlendis............................................................
536
9.072
16.484
Greiðsluafkoma ríkissjóðs.............................
- 3.981
- 7.016
- 1.742


Við samanburð á mánaðarlegum afkomutölum ríkissjóðs er rétt að hafa í huga að tekjur ríkissjóðs sveiflast mjög mikið milli mánaða, eða sem nemur að jafnaði um 5 milljörðum króna. Þessi þróun, sem einnig kemur fram í afkomutölunum, endurspeglar fyrst og fremst skil á virðisaukaskatti sem fara fram annan hvern mánuð.

Tekjur
Heildartekjur ríkissjóðs fyrstu sjö mánuði ársins námu 114,2 milljörðum króna, samanborið við 102,7 milljarða á sama tíma í fyrra og 89,8 milljarða árið 1998. Hækkunin frá fyrra ári nemur um 11%, samanborið við 14S% árið áður. Breyting skatttekna milli ára er svipuð, en þær hækka um 11S% fyrstu sjö mánuði þessa árs, samanborið við 16S% hækkun í fyrra. Minni tekjuaukning á þessu ári samanborið við síðastliðið ár er ákveðin vísbending um að þenslan í efnahagslífinu sé í rénun.

Tekjur ríkissjóðs janúar-júlí
(Í milljónum króna)

Breyting
milli ára, %
1998
1999
2000
1998-1999
1999-2000
Skatttekjur í heild...............................
81.646
95.221
106.273
16,6
11,6
Skattar á tekjur og hagnað................
21.257
25.617
32.291
20,5
26,1
Tekjuskattur einstaklinga...................
16.356
19.117
23.648
16,9
23,7
Tekjuskattur lögaðila..........................
2.490
3.641
4.488
46,2
23,3
Aðrir skattar á tekjur og hagnað
2.411
2.859
4.155
18,6
45,3
Tryggingagjöld..................................
9.163
10.072
10.985
9,9
9,1
Eignarskattar ....................................
4.394
4.675
5.014
6,4
7,3
Skattar á vöru og þjónustu .............
46.576
54.673
57.801
17,4
5,7
Virðisaukaskattur ............................
27.502
33.000
35.976
20,0
9,0
Aðrir óbeinir skattar.........................
19.074
21.673
21.825
13,6
0,7
Aðrir skattar......................................
257
184
182
-28,2
-1,2
Aðrar tekjur.......................................
8.124
7.505
7.913
-7,6
5,4
Tekjur alls .........................................
89.771
102.726
114.186
14,4
11,2



Auknar tekjur ríkissjóðs af tekjusköttum eru enn sem fyrr helsta skýringin á vaxandi tekjum ríkissjóðs. Þetta á við um tekjuskatt einstaklinga og lögaðila sem og aðra skatta á tekjur og hagnað, svo sem fjármagnstekjuskatt. Tekjuskattur einstaklinga skilar reyndar um 24% meiri tekjum á fyrstu sjö mánuðum þessa árs en á sama tímabili í fyrra, en þessi mikla hækkun stafar að talsverðu leyti af mun minni endurgreiðslum við skattálagningu í ár en í fyrra. Að þeim frátöldum nemur hækkunin milli ára um 14%, sem er svipað og verið hefur undanfarna mánuði. Fjármagnstekjuskattur skilar einnig mun meiri tekjum en í fyrra sem rekja má til mjög aukinna umsvifa á fjármagnsmarkaði.

Samanlagt hækka almennir veltuskattar um 5S% milli ára, samanborið við 17S% hækkun í fyrra. Miðað við almennar verðlagshækkanir á þessu tímabili svarar þetta til þess að tekjur af almennum veltusköttum séu því sem næst óbreyttar að raungildi það sem af er þessu ári miðað við sama tímabil í fyrra. Þetta er til marks um minnkandi eftirspurn í efnahagslífinu á þessu ári, enda er kaupmáttur launa, miðað við launavísitölu, nánast óbreyttur frá fyrra ári. Þessi þróun kemur einnig fram í virðisaukaskatti, en hann skilar um 9% meiri tekjum fyrstu sjö mánuði þessa árs en í fyrra, samanborið við um 20% aukningu milli áranna 1998-1999. Hækkun annarra veltuskatta er enn minni, eða einungis tæplega 1%, samanborið við 13S% í fyrra.

Aðrir tekjuliðir, svo sem arðgreiðslur, vaxtatekjur og tekjur af sölu eigna, breytast alla jafna með óreglulegum hætti og endurspegla því enga sérstaka þróun fyrir það tímabil sem hér um ræðir.

Gjöld
Heildarútgjöld ríkissjóðs námu um 106,7 milljörðum króna á fyrstu sjö mánuðum ársins og hækka um 5,6 milljarða, eða 5,3%, frá sama tíma í fyrra. Rúmlega helming þessarar hækkunar, eða 3,1 milljarð, má rekja til aukinna vaxtagreiðslna, fyrst og fremst vegna sérstakrar forinnlausnar spariskírteina á þessu ári. Útgjaldahækkunin, án vaxta, nemur um 2S% milli ára, sem er mun lægra en nemur almennum verðlagshækkunum á sama tíma. Til skýringar má nefna tilfærslu milli mánaða í útgreiðslu vaxtabóta sem veldur lækkun útgjalda til félagsmála milli ára. Að þessu frátöldu hækka útgjöldin um rúmlega 6% milli ára, eða svipað og nemur almennum launa- og verðlagsbreytingum.

Gjöld ríkissjóðs janúar-júlí
(Í milljónum króna)

Breyting
milli ára, %
1998
1999
2000
1998-1999
1999-2000
Almenn mál.......................................
9.940
11.050
12.730
11,2
15,2
Almenn stjórn...................................
4.766
5.420
6.555
13,7
20,9
Dómgæsla og löggæsla......................
3.596
3.953
4.447
9,9
12,5
Utanríkisþjónusta.............................
1.578
1.677
1.728
6,3
3,0
Félagsmál...........................................
59.580
65.096
63.852
9,3
- 1,9
Þar af: Mennta- og menningarmál........
11.040
12.367
13.402
12,0
8,4
Heilbrigðismál..........................
16.905
19.259
21.376
13,9
11,0
Almannatr. og fél. aðstoð...........
24.546
26.214
21.493
6,8
- 18,0
Atvinnumál........................................
13.139
14.040
14.640
6,9
4,3
Þar af: Landbúnaðarmál.......................
4.987
5.252
5.347
5,3
1,8
Samgöngumál............................
5.999
6.328
6.632
5,5
4,8
Vaxtagjöld..........................................
8.590
7.932
10.994
- 7,7
38,6
Önnur útgjöld...................................
3.159
3.197
4.493
1,2
40,5
Gjöld alls............................................
94.408
101.315
106.709
7,3
5,3



Útgjöld til almennra mála, en þar falla undir æðsta stjórn ríkisins, dómgæsla, löggæsla o.fl., hækka um 21% milli ára. Gætir þar meðal annars áhrifa sérstaks úrskurðar um launhækkun lögreglumanna, auk tímabundins kostnaðar vegna sérstakra verkefna forsætisráðuneytis. Greiðslur til utanríkisþjónustunnar hækka lítilega milli ára þrátt fyrir aukinn rekstrarkostnað, þar sem á móti vegur lækkun stofnkostnaðar.

Um 60% af útgjöldum ríkisins það sem af er árinu, eða 64 milljarðar króna, runnu til ýmissa félagsmála, svo sem mennta-, menningar-, heilbrigðis- og tryggingamála. Útgjöld til þessa málaflokks lækka um 2% milli ára. Skýrist það nær alfarið af tilfærslu milli mánaða, þar sem vaxtabætur voru greiddar út í byrjun ágústmánaðar nú í ár, en í júlímánuði í fyrra. Að frátöldum vaxtabótum hækka félagsmálin um 3,9% og er það í samræmi við hækkanir bóta almannatrygginga á þessu tímabili.

Útgjöld til atvinnumála hækka um rúm 5% og þar munar mestu um framlög til vegamála sem hækka um 4,8%. Aðrar breytingar eru lægri. Veigamestu útgjaldaliðirnir fylgja forsendum sem fram koma í vegaáætlun og búvörusamningi.

Vaxtagreiðslur hækka sem fyrr segir um rúmlega 3 milljarða króna milli ára, sem nánast alfarið skýrist af sérstakri forinnlausn spariskírteina á þessu ári. Hér er þó rétt að hafa í huga að þessi hækkun kemur einungis fram á greiðslugrunni og hefur ekki áhrif á áætlun fjárlaga. Fyrirframgreiðsla vaxta með þessum hætti skilar sér í minni vaxtagreiðslum síðar.

Önnur útgjöld hækka um 1,2 milljarða króna, sem skýrist nær alfarið af hækkun greiðslna til Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins vegna uppbóta á lífeyri.

Lánahreyfingar
Lánveitingar ríkissjóðs, nettó, taka til greiðslna vegna veittra lána, sölu hlutabréfa og hreyfinga á viðskiptareikningum. Innheimtar afborganir veittra lána umfram ný lán námu 1,3 milljörðum króna sem er heldur lægra en á sama tíma í fyrra. Greiðslur af almennum viðskiptareikningum námu 4,7 milljörðum og greiðslur til Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins vegna lífeyrisskuldbindinga ríkissjóðs nema alls um 3,5 milljörðum króna. Á móti þessu vegur að innborganir í upphafi þessa árs vegna sölu viðskiptabanka á síðasta ári námu um 5S milljarði króna.

Afborganir lána ríkissjóðs námu 26,4 milljörðum króna, eða 8,2 milljörðum meira en á sama tíma í fyrra. Þar ber hæst forinnlausn spariskírteina, sem nam tæpum 9 milljörðum króna, sem er um tvöfalt meira en í fyrra. Var uppkaupum beint að fjórum flokkum spariskírteina sem eru ekki nægilega seljanlegir á eftirmarkaði. Afborganir erlendra lána námu 13,5 milljörðum króna, 4 milljörðum minna en í fyrra.

Lántökur ríkisins námu um 18,9 milljörðum króna, en það er rúmlega 8 milljörðum minna en á sama tíma í fyrra. Í febrúar sl. gaf ríkissjóður út skuldabréf til sjö ára að fjárhæð 200 milljónir evra og nam andvirði þeirra 14S milljarði króna sem var notað til endurgreiðslu erlendra lána auk þess sem erlend veltilán voru lækkuð um 7 milljarða króna. Útgáfa ríkisvíxla innanlands nam svipaðri fjárhæð og innlausn, samanborið við 1 milljarðs króna lækkun á sama tíma í fyrra.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta