Nr. 052, 18. ágúst 2000 Vinnuheimsókn Hubert Védrine, utanríkisráðherra Frakklands, til Íslands 20. ágúst 2000
FRÉTTATILKYNNING
frá utanríkisráðuneytinu
________
Nr. 052
Utanríkisráðherra Frakklands, Hubert Védrine, kemur í stutta vinnuheimsókn til Íslands sunnudaginn 20. ágúst næstkomandi. Utanríkisráðherrann mun eiga hádegisverðarfund í Ráðherrabústaðnum með Halldóri Ásgrímssyni, utanríkisráðherra og fljúga af landi brott síðdegis sama dag.
Til umræðu verða m.a. málefni tengd samningnum um evrópska efnahagssvæðið, mál efst á baugi Evrópusambandsins, öryggismál, auk tvíhliða samskipti ríkjanna.
Frakkar gegna formennsku í ráðherraráði Evrópusambandsins til áramóta og Íslendingar formennsku í fríverslunarsamtökum Evrópu, EFTA.
Strax að fundi loknum gefst fréttamönnum tækifæri á að hitta ráðherrana að máli. Áætlað er að það verði kl. 15:30.
Utanríkisráðuneytið
Reykjavík, 18. ágúst 2000.