Hoppa yfir valmynd
31. ágúst 2000 Utanríkisráðuneytið

Nr. 057, 31. ágúst 2000. SACLANT- ráðstefnan í Reykjavík 6.-7. september 2000

FRÉTTATILKYNNING

frá utanríkisráðuneytinu



Nr. 057


Fjölmiðlum sendist hér með til upplýsingar nýrri útgáfa af fréttatilkynningu og ráðstefnudagskránni:


Ríkisstjórn Íslands og Atlantshafsherstjórn Atlantshafsbandalagsins, (SACLANT), standa sameiginlega að alþjóðlegu málþingi helgað öryggismálum á Norður-Atlantshafi undir heitinu "Future of North Atlantic Security: Emerging Strategic Imperatives" í Borgarleikhúsinu 6.-7. september næstkomandi.

William F. Kernan, hershöfðingi, nýr yfirmaður Atlantshafsherstjórnar Atlantshafsbandalagsins, setur ráðstefnuna að morgni miðvikudagsins 6. september. Halldór Ásgrímsson, utanríkisráðherra, mun í kjölfarið flytja opnunarræðu málþingsins og fjalla þar um Atlantshafstengslin og skilgreiningu þeirra.

Á málþinginu munu fyrirlesarar á sviði öryggis-og varnarmála frá Norður-Ameríku og Evrópu meðal annars fjalla um breytta stöðu og hlutverk Atlantshafsbandalagsins á tímum aukinnar hnattvæðingar og framtíð öryggismála á Norður-Atlantshafi.

Á meðal fjölmargra þátttakenda á málþinginu eru Dr. Sergei M. Rogov, framkvæmdastjóri bandarísku-kanadísku stofnunarinnar í Moskvu, George Robertsson, lávarður, aðalframkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, William J. Perry, fyrrum varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, Dr. Aleksei G. Arbatov, varaformaður varnarmálanefndar rússneska þjóðþingsins og Hans Hækkerup, varnarmálaráðherra Danmerkur.

Gert er ráð fyrir að um 350 gestir sæki málþingið, þ.m.t. stjórnmálamenn, yfirmenn herja og fræðimenn frá ríkjum Atlantshafsbandalagsins, Rússlandi, Eystrasaltsríkjunum og öðrum samstarfsríkjum bandalagsins.

Dagskrá málþingsins er hjálögð til fróðleiks.







Utanríkisráðuneytið
Reykjavík, 31. ágúst 2000.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta