Nr. 059, 4. september 2000.Ljósmyndasýning á Egilsstöðum
FRÉTTATILKYNNING
frá utanríkisráðuneytinu
Nr. 59
Halldór Ásgrímsson, utanríkisráðherra, opnar ljósmyndasýninguna "Yfirlit yfir þróun íslenskrar utanríkisþjónustu" í Safnahúsinu á Egilsstöðum í dag, mánudaginn 4. september. Hann heldur jafnframt fyrirlestur um utanríkisþjónustuna og utanríkismál.
Utanríkisráðherra tekur þátt í kynningu á starfsemi viðskiptaþjónustu utanríkisráðuneytisins á meðal fyrirtækja á Egilsstöðum og nágrenni í dag, í samvinnu við Þróunarstofu Austurlands.
Ljósmyndasýningin er sett upp í tilefni af 60 ára afmæli utanríkisþjónustunnar. Hún var fyrst opnuð í Þjóðarbókhlöðunni á afmælisdegi utanríkisþjónustunnar 10. apríl og síðan á Akureyri í maí og á Ísafirði í júlí síðastliðinn. Sýningin er opin virka daga kl. 13-18 og stendur til 21. september næstkomandi.
Utanríkisráðuneytið
Reykjavík, 4. september 2000.