Árleg athugun eftirlitsnefndar árið 2000
Í kjölfar árlegrar athugunar eftirlitsnefndar á reikningsskilum sveitarfélaga árið 2000 voru samtals 20 sveitarfélögum send bréf þar sem óskað var eftir að nefndinni verði gerð grein fyrir því hvernig þróunin hefur orðið í fjármálum viðkomandi sveitarfélags á árinu 1999 og hvernig sveitarstjórnin hyggst bregðast við fjárhagsvanda sveitarfélagsins, m.a. við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2000 og þriggja ára áætlunar sveitarfélagsins.
Við hina árlega skoðun á reikningsskilum sveitarfélaga var að mati nefndarinnar talin ástæða til að senda eftirfarandi sveitarfélögum bréf í upphafi ársins 2000:
Mosfellsbær
Hafnarfjarðarkaupstaður
Reykjanesbær
Vatnsleysustrandarhreppur
Akraneskaupstaður
Borgarfjarðarsveit
Stykkishólmsbær
Blönduóssbær
Aðaldælahreppur
Austur-Hérað
Vegna alvarlegrar fjárhagsstöðu að mati nefndarinnar
Snæfellsbær
Bolungarvíkurkaupstaður
Ísafjarðarbær
Vesturbyggð
Sveitarfélagið Skagafjörður
Ólafsfjarðarkaupstaður
Hríseyjarhreppur
Vestmannaeyjabær
Vegna neikvæðrar framlegðar undanfarin ár
Kjósarhreppur
Fáskrúðsfjarðarhreppur
Greinargerðir ásamt ársreikningum fyrir árið 1999, fjárhagsáætlunum 2000 og þriggja ára áætlunum sveitarfélaganna bárust nefndinni frá þessum sveitarfélögum að ósk hennar. Hjá nefndinni hefur farið fram ítarleg skoðun á fjárhagsstöðu sveitarfélaganna á grundvelli framangreindra gagna og var óskað eftir frekari upplýsingum taldi eftirlitsnefndin það nauðsynlegt.
Til sérstakrar skoðunar eru þau þrjú sveitarfélög á Vestfjörðum sem fram koma í listanum hér að ofan. Lausn á fjárhagsvanda þeirra tengist víðtækari aðgerðum sem nú er unnið að og eru þau því enn til umfjöllunar í nefndinni.
Að öðru leyti hefur eftirlitsnefndin afgreitt málefni sveitarfélaganna þannig:
- Bréf voru send til sjö sveitarfélaga þar sem óskað var eftir að sveitarfélögin upplýstu nefndina með hvaða hætti þau hyggðust ná tilteknum árangri í rekstrinum sem nefndin taldi nauðsynlegt að þau næðu. Að öðru leyti taldi nefndin ekki ástæðu til frekari afskipta.
- Frá þeim 10 sveitarfélögum sem eftir standa var frekari upplýsinga aflað. Það var gert á fundum með fulltrúum sveitarfélaganna til að öðlast frekari innsýn í rekstur viðkomandi sveitarfélaga og áform sveitarstjórnar um að bæta fjárhagsstöðu þess.
Miðað við framangreind markmið og áform viðkomandi sveitarstjórna taldi nefndin í flestum tilvikum ekki ástæðu til að hún hefði að sinni fjármál sveitarfélaganna til sérstakrar meðferðar og hefur sent þeim bréf þess efnis.