Hoppa yfir valmynd
21. september 2000 Utanríkisráðuneytið

Nr. 065, 21. september 2000.Opinber heimsókn Madeleine Albright utanríkisráðherra Bandaríkjanna til Íslands

FRÉTTATILKYNNING

frá utanríkisráðuneytinu

_______

Nr. 065


Madeleine Albright utanríkisráðherra Bandaríkjanna kemur í opinbera heimsókn til Íslands laugardaginn 30. september næstkomandi í boði Halldórs Ásgrímssonar utanríkisráðherra.

Gert er ráð fyrir að ráðherrarnir ræði samskipti Íslands og Bandaríkjanna, þar á meðal framkvæmd varnarsamnings Íslands og Bandaríkjanna og hvernig minnst verði fimmtíu ára afmæli samningsins árið 2001. Ráðherrarnir munu jafnframt ræða Evrópusamstarf í öryggis- og varnarmálum, alþjóðlega friðargæslu auk viðskipta landanna, þar á meðal möguleika á auknum samskiptum við Alaska.

Að heimsókninni lokinni mun utanríkisráðherra Bandaríkjanna halda til funda í Frakklandi og Þýskalandi.



Utanríkisráðuneytið
Reykjavík, 21. september 2000.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta