Nr. 065, 21. september 2000.Opinber heimsókn Madeleine Albright utanríkisráðherra Bandaríkjanna til Íslands
FRÉTTATILKYNNING
frá utanríkisráðuneytinu
_______
Madeleine Albright utanríkisráðherra Bandaríkjanna kemur í opinbera heimsókn til Íslands laugardaginn 30. september næstkomandi í boði Halldórs Ásgrímssonar utanríkisráðherra.
Gert er ráð fyrir að ráðherrarnir ræði samskipti Íslands og Bandaríkjanna, þar á meðal framkvæmd varnarsamnings Íslands og Bandaríkjanna og hvernig minnst verði fimmtíu ára afmæli samningsins árið 2001. Ráðherrarnir munu jafnframt ræða Evrópusamstarf í öryggis- og varnarmálum, alþjóðlega friðargæslu auk viðskipta landanna, þar á meðal möguleika á auknum samskiptum við Alaska.
Að heimsókninni lokinni mun utanríkisráðherra Bandaríkjanna halda til funda í Frakklandi og Þýskalandi.
Utanríkisráðuneytið
Reykjavík, 21. september 2000.