Hoppa yfir valmynd
22. september 2000 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Rannsókn á áhrifum sameiningar sveitarfélaga

Frá undirritun samningsinsRannsóknarstofnun Háskólans á Akureyri hefur tekið að sér fyrir félagsmálaráðuneytið að ráðast ítarlega úttekt á afleiðingum og áhrifum sameiningar sveitarfélaga hér á landi hin síðari ár. Samningur þar að lútandi var undirritaður miðvikudaginn 20. september af þeim Páli Péturssyni félagsmálaráðherra og Grétari Þór Eyþórssyni rannsóknarstjóra Rannsóknarstofnunar háskólans.


Töluvert hefur verið um sameiningu sveitarfélaga hin allra síðari ár og enn er í gangi mikil umræða meðal sveitarstjórnarmanna um frekari sameiningu. Það er því full ástæða til að skoða með skipulögðum hætti hvernig til hefur tekist og hvaða lærdóm megi draga af framkvæmd sameininga sveitarfélaga.

Rannsóknin mun í meginatriðum taka til fimm þátta sem telja má að skipti umræðu um sameiningar miklu:

1) Lýðræði
2) Rekstur og fjármál
3) Þjónustu
4) Stjórnsýslu
5) Búsetuþróun

Rannsóknin á þessum þáttum mun taka til efnisþáttanna með rannsóknum og könnunum meðal íbúanna, kjörinna sveitarstjórnarmanna, embættismanna auk þess sem unnið verður úr opinberum gögnum, upplýsingum frá sveitarfélögunum og úr viðtölum við stjórnendur þeirra.

Umfangsins vegna verður ekki hægt að skoða allar sameiningar sem átt hafa sér stað á umliðnum árum og því eru eftirtalin sveitarfélög valin í úttektina:
Fjarðabyggð, Skagafjörður, Árborg, Dalabyggð, Vesturbyggð, Snæfellsbær, Borgarfjarðarsveit.

Niðurstöður rannsóknarinnar munu liggja fyrir í desember 2001.


Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta