Hoppa yfir valmynd
25. september 2000 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Gildistaka reglugerðar um mat á umhverfisáhrifum



Umhverfisráðherra Siv Friðleifsdóttir hefur skrifað undir reglugerð um mat á umhverfisáhrifum sem tekur gildi miðvikudaginn 27. september 2000. Reglugerðinni er ætlað að ná heildstætt yfir allt ferlið við vinnu við mat á umhverfisáhrifum þannig að auðvelt er fyrir framkvæmdaraðila, umsagnaraðila og almenning að nota reglugerðina, samráð skal haft við matsferlið og skal hin fyrirhugaða framkvæmd kynnt fyrir umsagnaraðilum og almenningi á öllum stigum matsvinnunnar í þeim tilgangi að frá fram ábendingar og athugasemdir.

Í reglugerðinni er kveðið á um þær upplýsingar sem framkvæmdaraðili þarf að leggja fram vegna matsáætlunar, matsskýrslu og vegna tilkynningarskyldra framkvæmda. Kveðið á um í reglugerðinni að þrátt fyrir að matsferli sé hafið fyrir gildistöku reglugerðarinnar þann 27. september þá gilda ákvæði reglugerðarinnar um þær matskýrslur sem lagðar eru fram eftir að reglugerðin tekur gildi.

Í lögum um mat á umhverfisáhrifum var gert ráð fyrir að reglugerðin tæki gildi eigi síðar en 1. október 2000.

Fréttatilkynning nr. 17/2000
Umhverfisráðuneytið


Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta