Hoppa yfir valmynd
25. september 2000 Matvælaráðuneytið

NAMMCO-fundur í Noregi 26.-29. september 2000

Fréttatilkynning


Tíundi fundur Norður-Atlantshafs sjávarspendýraráðsins (NAMMCO) verður haldinn í Sandefjord í Noregi dagana 26. -29. september nk. Aðildaríki NAMMCO eru auk Íslands, Færeyjar, Grænland og Noregur. Þá sitja fundinn áheyrnarfulltrúar frá m.a. Kanada, Danmörku, Rússlandi og Japan auk fulltrúa ýmissa alþjóðastofnana og félagasamtaka.

Fundurinn er vettvangur skoðanaskipta um málefni sem varða verndun, rannsóknir og nýtingu sjávarspendýra í Norður-Atlandshafi. Á vegum ráðsins starfa ýmsar nefndir svo sem veiðistjórnunarnefnd, nefnd um veiðiaðferðir auk vísindanefndar ráðsins. Á fundinum verður m.a. farið yfir ráðgjöf vísindanefndarinnar, skýrslur vinnunefnda og innri málefni ráðsins.

Frekari upplýsingar um fundinn veitir Kristín Haraldsdóttir, lögfræðingur í sjávarútvegsráðuneytinu en hún er formaður íslensku sendinefndarinnar á fundinum.
Sjávarútvegsráðuneytið
25. september 2000.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta