Hoppa yfir valmynd
26. september 2000 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Tóbaksvarnir í skólum

Til grunnskóla og framhaldsskóla
og ýmissa stofnana og samtaka


Tóbaksvarnir í skólum
    Í tóbaksvarnalögum nr. 74/1984 segir m.a. að menntamálaráðuneytið skuli í samráði við heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið sjá til þess að fram fari reglubundin fræðsla í skólum landsins í því skyni að draga úr tóbaksneyslu.

    Menntamálaráðuneytið vill með bréfi þessu vekja sérstaka athygli grunn- og framhaldsskóla á þessum lagaákvæðum og þeim markmiðum aðalnámskráa grunn- og framhaldsskóla sem taka til tóbaksvarna og annarra fíknivarna. Skólum stendur til boða námsefni sem sérstaklega er samið með forvarnir í huga. Er hér bæði um að ræða námsefni sem Námsgagnastofnun hefur látið semja og einnig efni sem Tóbaksvarnanefnd og Krabbameinsfélag Reykjavíkur hafa látið gera um tóbaksvarnir.
(September 2000)

    Hafa samband

    Ábending / fyrirspurn
    Ruslvörn
    Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

    Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

    Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta