Hoppa yfir valmynd
29. september 2000 Utanríkisráðuneytið

Nr. 070, 29. september 2000.Aðild Íslands að WTO-samningi um opinber innkaup.

FRÉTTATILKYNNING

frá utanríkisráðuneytinu

________




Nr. 070


Ísland gerðist í dag aðili að samningi Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar, WTO, um opinber innkaup. Aðildin var samþykkt samhljóða á fundi sérstakrar nefndar aðildarríkja samningsins.
Í GATT samningnum frá 1947 var ekkert ákvæði um opinber innkaup. Það var að mati margra aðildarríkjanna ekki ásættanlegt því opinber innkaup eru stór hluti viðskipta sem fram fara í landi hverju.
Samhliða Úrúgvæ viðræðunum fóru því fram viðræður milli aðildarríkja GATT sem leiddu til þess að undirritaður var samningur um opinber innkaup á sama tíma og samningurinn um Alþjóðaviðskiptastofnunina þ. 15. apríl 1994. Samningurinn um opinber innkaup tók gildi 1. janúar 1996 og er einn af fjórum samningum WTO sem aðildarríki stofnunarinnar eru ekki skyldug til að vera aðilar að. Í honum er lögð áhersla á að innlendir og erlendir aðilar hafi jafnan aðgang að opinberum innkaupum í aðildarríkjunum og að reglur um opinber innkaup séu skýrar. Samningurinn tryggir þannig aðgengi íslenskra fyrirtækja að innkaupum opinberra stofnana í þeim ríkjum sem eiga aðild að honum. Aðildarríki samningsins eru skuldbundin til að gera viðeigandi ráðstafanir til að taka ákvæði hans inn í löggjöf sem gildir um opinber innkaup í viðkomandi ríki og verður frumvarp þess efnis lagt fram á haustþingi. Hagsmunaaðilum verður kynnt efni samningsins á næstunni.



Utanríkisráðuneytið
Reykjavík, 29. september 2000.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta